
Frans páfi er látinn 88 ára að aldri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vatíkaninu.
Jorge Mario Bergoglio kardínáli var kjörinn leiðtogi Kaþólsku kirkjunnar í mars 2013 eftir að páfi Benedikt XVI lét af störfum. Tók hann upp nafnið Frans (e. Francis).
Rétt fyrir stuttu tilkynnti kardínálinn Farrell, andlát páfans: „Elsku bræður og systur, með djúpri sorg verð ég að tilkynna andlát okkar heilaga föður Frans.
„Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum fagnaðarerindisins af trúmennsku, hugrekki og alhliða kærleika, sérstaklega í þágu þeirra fátækustu og jaðarsettustu.“
Farrell bætir við: „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesú, hrósum við sál Frans páfa til óendanlega miskunnsamrar kærleika hins eina og þríeina Guðs.
Komment