1
Peningar

Lýsir 70 milljarða hagnaði sínum og varar við veiðigjöldum

2
Pólitík

Gunnar Smári brýtur eigin reglur

3
Peningar

Sif sektuð um 100 þúsund krónur

4
Fólk

Hörður segir Megas hafa ítrekað gengið fram af björgum vandlætingamanna

5
Landið

Byggðin brothætt en útgerðin hagnast um milljarða

6
Pólitík

Magnús farinn í veikindaleyfi

7
Heimur

Sérfræðingar vara við nýjum heimsfaraldri

8
Heimur

Meirihluti telur Trump standa sig illa í starfi

9
Innlent

Atli Fannar segir óþarfi að rífast um „woke“

10
Innlent

Selja pítsu til styrktar minningarsjóði Bryndíar Klöru

Til baka

Friðrik Ólafsson stórmeistari er fallinn frá

Kerti
Mynd: Shutterstock

Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrum skrifstofustjóri Alþingis, lést á líknardeild Landspítalans 4. apríl, 90 ára að aldri. Mbl.is segir frá andlátinu.

Friðrik fæddist 26. janúar 1935 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Ólafur Friðriksson skrifstofumaður og Sigríður Ágústa Dorothea Símansdóttir húsmóðir.

Árið 1955 lauk Friðrik stúdentsprófi frá MR og lögfræðiprófi frá HÍ 1968. Var hann fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1968-1974, forseti Alþjóðaskáksambandsins 1978-1982, ritstjóri Lagasafns Íslands 1982-1983 og skrifstofustjóri Alþingis frá 1984 til 2005.

Friðrik er goðsögn í skákheiminum og átti glæstan skákferil en hann varð sex sinnum Íslandsmeistari í skák, fyrst árið 1952. Þá varð hann Norðurlandameistari 1953 og 1971, alþjóðlegur skákmeistari 1956 og varð fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák árið 1958. Friðrik varð sigurvegari á skákmótinu í Hastings 1955 og 1956, í Beverwijk í Hollandi 1959, í Marianske Kasne í Tékkóslóvakíu 1961, á alþjóðlegum skákmótum í Reykjavík 1966, 1972 og 1976 og á Wijk an Zee í Hollandi 1975.

Í andlátsfrétt mbl.is kemur fram að Friðrik hafi veitt forstöðu Skákskóla Friðriks Ólafssonar 1982 til 1984 og sat í nefnd menntamálaráðuneytisins 1989, sem vann að undirbúningi frumvarps til laga um Skákskóla Íslands og stórmeistaralaun.

Árið 1972 var Friðrik sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980. Þá var hann útnefndur heiðursborgari Ryekjavíkur árið 2015 og geður aðalheiðursfélagi alþjóðaskáksambandsins.

Þrjár bækur um skák komu út eftir Friðrik en það voru bækurnar Lærið að tefla, sem hann gerði með Ingvari Ásmundssyni, 1958, Heimsmeistaraeinvígið í skák með Freysteini Jóhannssyni 1972 og Við skákborðið í aldarfjórðung árið 1976.

Eig­in­kona Friðriks er Auður Júlí­us­dótt­ir en dætur þeirra eru Berg­ljót Friðriks­dótt­ir og Áslaug Friðriks­dótt­ir. Barna­börn­in eru fimm tals­ins og langafa­börn­in fimm.


Komment


solveiganna-1200x0-c-default
Innlent

Sólveig Anna kallar Hallgrím sófa-bardagamann

Stefán Einar Stefánsson
Innlent

Þóra segir Stefán Einar róta í sorpi

Franskir lögreglumenn
Heimur

Spenna milli Írans og Frakkland heldur áfram að aukast

Bíó Paradís
Menning

Bíó Paradís meðal svölustu kvikmyndahúsa heims

Magnús Davíð Norðdahl
Pólitík

Magnús farinn í veikindaleyfi

apotikid_inni2
Peningar

Rima Apótek ódýrast, samkvæmt ASÍ

Ásthildur Lóa
Pólitík

Tengdamamman fyrrverandi fullyrðir að Eiríkur hafi verið 15 ára

Faraldur
Heimur

Sérfræðingar vara við nýjum heimsfaraldri