1
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

2
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

3
Fólk

Össur hæðist að Morgunblaði Davíðs Oddssonar

4
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

5
Heimur

Smábarn fannst ráfandi um fjölfarna götu

6
Fólk

Ásdís Rán ljómaði í leðri um helgina

7
Heimur

Donald Trump segist vera bálreiður út í Pútín

8
Heimur

Níu ára stúlka lést eftir svæfingu á tannlæknastofu

9
Heimur

Lík 14 heilbrigðisstarfsmanna fundin á Gaza

10
Innlent

Hvetur „Valkyrjurnar“ til að heimsækja Grænland hið fyrsta

Til baka

Fyrrverandi æskulýðsprestur dæmdur í 29 ára fangelsi fyrir árás á fjölskyldu sína

„Pabbi, af hverju ert þú með hnífinn?“

Faðirinn
Matthew Lee RichardsFaðirinn var dæmdur til 29 ára fangelsisvistunar.
Mynd: YouTube-skjáskot

Matthew Lee Richards brotnaði saman í réttarsal í Kansas í vikunni þegar hann ávarpaði bæði dómarann og fjölskyldu sína áður en hann var dæmdur fyrir grimmilega árás á eiginkonu sína og fimm börn þeirra.

Fyrrverandi æskulýðspresturinn játaði sig sekan í febrúar um tvær ákærur fyrir tilraun til morðs af fyrstu gráðu eftir að hafa ráðist á fjölskyldu sína 16. september 2023. Miðvikudaginn 27. mars var hann dæmdur í 29 ár og fimm mánaða fangelsi en fékk metna 558 daga afplánunar sem hann hafði þegar setið inni.

Dómsuppkvaðningin var í samræmi við tillögu saksóknara sem hluti af samkomulagi um játningu Richards, þrátt fyrir að fjölskylda hans hefði óskað eftir vægari refsingu. Upphaflega var hann ákærður fyrir fimm morðtilraunir.

Árásin

Árásin á fjölskyldu Richards átti sér stað á heimili þeirra árið 2023, en yfirvöld brugðust við nokkrum neyðarsímtölum þar sem bæði var greint frá eldsvoða og hnífstungum. Eitt símtalið kom frá einu barna hans, sem sagðist hafa verið stungið. Vitni sagði síðar að börnin hefðu sagst hafa séð föður sinn ganga úr herbergi í herbergi og stinga þau.

Samkvæmt skýrslu lögreglu voru eiginkona Richards og fimm börn hans, fjórir drengir og ein stúlka, en aðeins eitt þeirra var yfir 18 ára, stungin. Eitt barnanna sagði að þau hefðu öll verið í rúminu þegar árásin hófst. Richards hafði einnig kveikt í húsinu.

Hann viðurkenndi síðar fyrir lögreglu að hann hefði „stungið fjölskyldu mína“ og sagði að þau hefðu átt að verða rekin af heimili sínu daginn eftir, en enginn annar í fjölskyldunni vissi af því. Hann kallaði sjálfan sig „skrímsli“ og rifjaði upp að einn sona hans hefði spurt hann: „Pabbi, af hverju ert þú með hnífinn?“

Í lögregluskýrslunni kom fram að börnin hefðu hlotið skurði á hálsi, ristli, lifur, bak og handlegg.

Dómsuppkvaðningin

Richards ávarpaði réttarsalinn á meðan dómur hans var kveðinn upp og brotnaði niður þegar hann talaði við dómarann og fjölskyldu sína.

„Með gjörðum mínum hef ég valdið mér, fjölskyldu minni, börnunum mínum, skólastofum, fótboltavöllum, vinum mínum og samfélaginu öllu skömm, niðurlægingu og sorg,“ byrjaði hann. „Þetta kom frá minni eigin skömm, sem hindraði mig í að horfast í augu við mín mistök og syndir, því ég var hræddur við sannleikann. Ég var hræddur við að biðja um hjálp. Skömmin og óttinn leiddu mig lengra niður veg sem ekki aðeins olli mér vansæmd heldur kom einnig ofbeldi inn í líf fjölskyldu minnar.“

Hann sagði að hann myndi „lifða alla daga vitandi að ég olli þessari áfallastreitu og vansæmd“ og bætti við að það væri „miklu verra en nokkur fangelsisdómur“.

„Til eiginkonu minnar, barnanna minna og allrar fjölskyldu minnar, ég biðst afsökunar á þeim margþættu þjáningum og eyðileggingu sem mun taka ævilangt að yfirstíga,“ sagði hann, hágrátandi.

„Þó ég sé með stutta afsökunarbeiðni í dag, þá eru mikilvægustu orðin og afsökunarbeiðnirnar þær sem einhvern daginn, vonandi fljótlega, verða sagðar í einkasamtölum ... og á þeim tíma þegar þau eru tilbúin að hlusta,“ hélt hann áfram. „Þau augnablik verða erfiðustu augnablik lífs míns.“

Richards sagði að þrátt fyrir að hann hefði alltaf leitast við að „gera það sem er gott, heilbrigt og rétt“ hefði hann „gabbað sjálfan mig til að trúa því að ég gæti grafið mistök mín og lygar og lifað áfram án afleiðinga“.

Hann lauk máli sínu með því að segja að hann hefði nú „leitast við að breytast til hins betra“, áður en hann las úr Biblíunni um fyrirgefningu og lauk ræðu sinni með orðunum: „sem er eitthvað sem ég veit að ég á ekki skilið.“


Stuðningur frá fjölskyldunni

Móðir Richards tók einnig til máls og kallaði hann „litla drenginn minn í gær. Vin minn í dag. Son minn að eilífu.“ Hún bætti við: „Gleymdu aldrei að ég er svo stolt af þér og elska þig meira en nokkuð í þessum heimi.“

Systir hans, Mary White, ávarpaði einnig dóminn og sagði að hún talaði „fyrir hönd“ bæði bróður síns og mágkonu sinnar.

„Ég trúi því að þetta sé mjög einstakt mál. Þetta er ekki dæmigert tilfelli þar sem vondur maður gerði slæma hluti. Þetta er góður maður sem gerði slæman hlut,“ sagði hún. „Það eru afleiðingar af þessu og enginn neitar því. Við vitum öll að það eru afleiðingar.“

„En þetta er góður maður. Og það er ástæða fyrir því að mágkona mín þurfti að fá sér eigin lögmann, því saksóknari vildi ekki hlusta á óskir hennar,“ bætti hún við. „Ég held að börnin þurfi ekki að vera án föður síns svo lengi, í hreinskilni sagt. Hann var ávallt til staðar sem faðir.“

„Hann er yndislegur maður sem hjálpaði öllum sem hann gat. Hann vissi bara ekki hvernig á að hjálpa sjálfum sér,“ hélt hún áfram og sagði að bróðir hennar hefði glímt við andleg veikindi, sem þau nú vissu hvernig ætti að meðhöndla.

„Ég held að svo langur aðskilnaður frá fjölskyldu hans muni valda meira tjóni en gagnast,“ sagði hún að lokum. „Ég bið bara um miskunn, herra dómari ... hann er ástríkur faðir sem þarf enn að vera hluti af lífi þeirra.“


Komment


Kristi Noem
Heimur

Skoðaði fanga með margmilljóna Rolex

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Heimur

Trump: „Sársaukinn er að koma“

Dyravegur Vindorkugarður
Innlent

Samlegðaráhrif af sjónmengun þriggja vindmyllugarða við höfuðborgina

|
Innlent

Banaslys varð á Suðurlandsvegi er grjót hrundi á bifreið

Boxarinn
Myndband
Heimur

Nígerískur boxari látinn eftir að hafa hnigið niður í miðjum bardaga

Tannlæknastofan
Heimur

Níu ára stúlka lést eftir svæfingu á tannlæknastofu

Logreglan-a-Sudurlandi-696x392-1
Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Alexandra Briem.
Ljósmynd: Facebook
Fólk

Alexandra er þakklát því trans fólki sem ruddi brautina