1
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

2
Landið

Sumarveður í kortunum

3
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

4
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

5
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

6
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

7
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

8
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

9
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

10
Innlent

Palestínumenn eru þakklátir Möggu Stínu

Til baka

Greini­leg kviku­söfn­un í gangi

Krist­ín Jóns­dótt­ir á Veður­stofu Íslands segir að ekki sé for­send­ur til þess að upp­færa hættumat­skort af Reykja­nesskaga, nema eitt­hvað breyt­ist

Kristín Jónsdóttir veðurfræðingur
Kristín JónsdóttirStaðan í Grindavík er óljós
Mynd: Róbert Reynisson

Krist­ín Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri eld­virkni, jarðskjálfta og jarðhniks á Veður­stofu Íslands segir að ekki sé for­send­ur til þess að upp­færa hættumat­skort af Reykja­nesskaga, nema eitt­hvað breyt­ist.

Eldgos

Hættumat­skortið gild­ir að óbreyttu til 15. júlí og það ger­ir ráð fyr­ir þó nokk­urri hættu á jarðskjálft­um og jarðfalli ofan í sprung­ur, einnig sprungu­hreyf­ing­um í og í kring­um Grinda­vík.

Grindavik111

Hættumatskortið ger­ir ráð fyr­ir nokk­urri hættu á gosopn­un; hraun­flæði sem og gjósku á sama svæði ásamt mikilli eða nokkurri gasmeng­un.

Þá er staða eld­stöðvanna á Reykja­nesi og við Svartseng­i þannig að gert er ráð fyr­ir auk­inni virkni, sem er fyrsta stig af þrem­ur fram að eld­gosi eða þá yf­ir­vof­andi eld­gosi:

Svartsengi

„Á meðan þetta ferli er í gangi með kviku­söfn­un á svipuðum hraða, bak­grunns­skjálfta­virkni og eng­um meiri­hátt­ar breyt­ing­um, þá höld­um við þessu svona,“ seg­ir Krist­ín í sam­tali við mbl.is og bætir því við að áfram­hald­andi landris sé í Svartsengi og á mjög svipuðum hraða og síðustu vik­urnar og þar sé greini­lega kviku­söfn­un í gangi.

Kristín seg­ir að horft sé til þeirr­ar tíma­línu að mögu­leg­ur at­b­urður verði í haust pg það þurfi áfram að fylgj­ast vel með fram­vind­unni:

Mýrdalsjökull

„Við erum ekki far­in að sjá þessa þróun ennþá“ segir hún og nefnir að á „hverj­um degi erum við með sjálf­virka út­reikn­inga og lík­an­keyrsl­ur til að reikna rúm­mál kvik­unn­ar“ sem sé að safn­ast þarna fyr­ir, og þegar „við sjá­um að þess­ir rúm­máls­reikn­ing­ar eru komn­ir að neðri óvissu­mörk­um þá verður upp­færsla hjá okk­ur og ástæða til að breyta hættumati,“ seg­ir Krist­ín sem seg­ir sér­fræðinga fylgj­ast með Mýr­dals­jökli og Kötlu, en Katla er eld­stöðin sem hul­in er Mýr­dals­jökli.

Seg­ir Kristín að í fyrra hafi orðið stórt hlaup sem búið er að vera í umræðunni í kring­um niður­stöður frá Eyj­ólfi Magnús­syni hjá jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands og að hugs­an­lega sé ein­hver vatns­söfn­un í gangi og verið sé að fylgj­ast með því sem og ánum sem jök­ull­inn hef­ur áhrif á. Þá sé fylgst með jarðskorpu­hreyf­ing­um á svæðinu.

Einnig segir Kristín að fylgst sé með Grjótár­vatni og svæðinu í kring­um Ljósu­fjalla­kerfið því þar skelfi jörð áfram en ekk­ert landris er hafið þótt sér­fræðing­um finn­ist lík­legt að þar sé kviku­söfn­un á miklu dýpi. Þá heldur kviku­söfn­un áfram í Öskju með landrisi, sem hófst árið 2021. Segir Krist­ín mjög mikið hafa dregið úr því en síðasta árið hafi verið um tíu sentí­metra hækk­un og alls hafi land risið um ríf­lega áttatíu sentí­metra frá 2021:

„Þarna er þennsla og kviku­söfn­un í gangi með bak­grunns­skjálfta­virkni en það er ekk­ert annað sem bend­ir til að það sé eitt­hvað al­veg að fara að bresta á. Þetta get­ur gengið í dá­lít­inn tíma án þess að það dragi til tíðinda.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Albert bestur í súru tapi
Sport

Albert bestur í súru tapi

Einstaklingsmistök urðu Íslandi að falli
Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Tekur við af séra Gunnari Eiríki
MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tilnefndur til verðlauna
Landið

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tilnefndur til verðlauna

Loka auglýsingu