Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Heklureitinum svokallaða og hafa staðið yfir í nokkurn tíma.
Ekki eru allir jafn sáttir við framkvæmdirnar en hafa þær hindrað gangandi og hjólandi vegfarendur á meðan þær hafa staðið yfir án þess að góð hjáleið hafi verið sett upp. Einhver húmoristi ákvað að bregða á leik og merkja vinnusvæðið með skilti þar sem gangandi og hjólandinn vegfarendum er sagt að „fara í rassgat.“
Einar Sverrir Óskarsson sett mynd af skiltinu á Facebook-hópinn Samgönguhjólreiðar og hafa rúmlega 200 manns brugðist við myndinni með einum eða öðrum hætti. „Loksins hreinskilið byggingarfyrirtæki!“ skrifaði Ingimar Á. Nicolson Guðrúnarson við mynd Einars.
Skiltið var þó horfið þegar ljósmyndari Mannlífs mætti á svæðið í morgun.

Komment