
Mynd: Alþingi
Guðmundur Ingi Kristinsson tekur við sem mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem fær lausn síðar í dag.
Guðmundur Ingi fór fyrst á þing árið 2017. Áður var hann öryrki.
Frá þessu greinir Ríkisútvarpið. Ásthildur Lóa sagði af sér embætti á fimmtudag þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins sóttist eftir viðtali við hana um ástarsamband hennar fyrir 35 árum við ungan pilt, þegar hún var sjálf 22 ára gömul.
Ríkisráðsfundur verður haldinn klukkan 15 í dag, þar sem Ásthildi Lóu verður veitt lausn, og í kjölfarið verður Guðmundur Ingi ráðherra.
Komment