
Guðlaugur Þór Þórðarson, eða Gulli borgarstjóri eins og sumir Sjálfstæðismenn eru farnir að kalla hann, er sagður liggja undir feldi. Hann er af mörgum Sjálfstæðismönnum talinn eini raunhæfi kostur flokksins að komast aftur til valda í borginni en ráðherrann fyrrverandi hefur um árabil verið vinsælasti þingmaður flokksins í Reykjavík.
Guðlaugur er byrjaður að tjá sig meira og meira um málefni sem snerta frekar á borginni en Alþingi. Sem dæmi mætti hann galvaskur á fund í Grafarvogi til að sýna pirruðum borgurum stuðning sinn fyrir stuttu. Þeir voru mættir til að skammast út í meirihlutann fyrir að dirfast að ætla að byggja nokkrar íbúðir í strjálbýlasta hverfi borgarinnar.
Ætli Guðlaugur sér raunverulega að verða borgarstjóri getur hann ekki notast við sömu þreyttu taktík sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gripið til undanfarin áratug þegar kemur að uppbyggingu í borginni. Enda hefur það ekki skilað sér völdum til flokksins. Borgarstjóri þarf að vera borgarstjóri allra borgarbúa, ekki aðeins þeirra sem nenna að mæta á íbúafundi ...
Komment