Ekkert hefur breyst við bílastæði World Class og Laugardalsvallar í Laugardalnum þrátt fyrir óskir íbúa um lokað verði fyrir almenna bílaumferð í innkeyrslu sem liggur yfir göngustíg á athafnasvæði World Class. Er innkeyrslan ætluð fyrir vöruafhendingu og sem aðkoma sjúkrabíla.
Sóley Kaldal, móðir og áhættuöryggisverkfræðingur, mætti í viðtal á Vísi í febrúar 2023, þar sem hún lýsti áhyggjum sínum en ekið var á son hennar á staðnum árið 2018. Í kjölfar slysins voru breytingar gerðar á svæðinu og skilti sett upp sem benda ökumönnum á að þeir megi ekki aka inn á svæðið. Það hafi hins vegar litlu breytt. Daglega labbar talsverður fjöldi barna þarna á leið á æfingar hjá Ármanni og Þrótti.
Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hefur að minnsta kosti verið ekið á tvo einstaklinga á göngustígnum síðan viðtalið við Sóleyju var tekið. Í annað skipti stökk bílstjórinn út úr bílnum og hótaði að lemja einstaklinginn sem hann hafði ekið á.
„Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ sagði Alexandra Briem borgarfulltrúi um svæðið árið 2023.


Komment