Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að einn hafi verið handtekinn með vopn í miðbæ Reykjavíkur og var viðkomandi vistaður í fangageymslu. Ekki liggur fyrir hvernig vopn viðkomandi var með.
Tilkynnt var um þjófnað á bíllyklum frá fyrirtæki í miðbænum. Þá þurfti lögreglan að sinna ágreiningi sem kom upp í fjölbýlishúsi í Árbænum. Einnig voru tvö umferðaróhöpp í hverfinu en ekki urðu nein slys á fólk að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um eld í íbúð í Grafarvogi en málið var ekki mjög alvarlegt og var íbúðin reykræst. Sömuleiðis var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Grafarvogi.
Lögreglan fékk líka upplýsingar um að rúða í bíl í Kópavogi hafi verið brotin.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment