
Haraldur Henrysson, fyrrverandi hæstaréttardómari, er látinn en mbl.is greinir frá andláti hans. Hann var 87 ára gamall.
Haraldur fæddist árið 1938 í Reykjavík og ólst hann upp í borginni. Hann fór í MR og útskrifaðist þaðan árið 1958 og fór síðan í HÍ þar sem hann lauk lögfræðiprófi árið 1964. Áður en hann varð hæstaréttardómari var Haraldur fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík og Kópavogi í mörg ár og var síðar sakadómari við Sakadóm Reykjavíkur. Hann var svo hæstaréttardómari árið 1988 til 2003.
Hann var í stjórn Slysavarnafélags Íslands í tæp 20 ár og var forseti þess frá 1982 til 1990 og var gerður að heiðursfélaga í kjölfarið
Haraldur var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1997.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn.
Komment