
Harry prins kom óvænt til Lundúna og mætti fyrir dóm í máli þar sem hann áfrýjar ákvörðun um að hann njóti ekki fullrar öryggisgæslu þegar hann heimsækir Bretland. Hann veifaði til fjölmiðla en svaraði engu þegar hann var spurður hvort hann hefði hitt föður sinn, Karl konung.
Prinsinn kom til Bretlands aðeins örfáum klukkustundum áður en konungurinn hélt til Ítalíu í opinbera heimsókn. Þrátt fyrir að þeir væru báðir í landinu á sama tíma, hittust þeir ekki, líkt og gerðist einnig í síðustu heimsókn Harrýs í fyrra.
Í dómssalnum krafðist lögmaður Harrýs þess að ákvörðun öryggisnefndar (Ravec) frá 2020 yrði gerð ógild, þar sem honum hefði verið mismunað og ekki fengið sanngjarna málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag hættulegt fyrir sig og fjölskyldu sína.
Málið tengist áframhaldandi deilu Harrýs við bresk yfirvöld og konungsfjölskylduna eftir brotthvarf hans og eiginkonu hans, Meghan frá opinberum skyldum árið 2020. Á sama tíma hefur Harrý sagt sig frá verndarskyldum í góðgerðarsamtökunum Sentebale vegna innanríkiserja. Mirror fjallaði um þetta.
Komment