Matthías Tryggvi Haraldsson, fyrrverandi söngvari Hatara, opnar sig í nýju viðtali á RÚV en þar ræðir hann meðal annars um ástæður þess af hverju hann hætti í hljómsveitinni. Hann ræðir einnig um samfélagsmiðla en Matthías hefur sterkar skoðanir á þeim en hann er ekki á með slíka miðla.
„Það væri efni í heilt viðtal, af hverju ég kýs að vera ekki á þessum leiðindamiðlum,“ sagði söngvarinn. „Ég bara hata þá. Ég hata Facebook, Instagram og Tik tok. Þetta truflar líf allra og er að menga okkar fallega heilabú. Hvort sem þú ert á þessu eða ekki þá gegnsýrir þetta allt. Fólk heldur að það sé rosaleg ákvörðun og breyting að hætta en það er það ekki. Það er hægt að slökkva á þessu og halda áfram með líf sitt. Og finna út úr hinu, hvernig fólk hefur samband.“
Hann segist vilja frekar einbeita sér að raunheiminum og fjölskyldunni. „Ég reyni að vera góður pabbi og vona að það gangi vel. Ég elska þetta hlutverk. Þetta er toppurinn og fátt hefur eins ríkan tilgang fyrir mér og að vera pabbi.“
Komment