1
Heimur

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife

2
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

3
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

4
Innlent

Kallar málflutning um hælisleitendur „tilfinningaþvaður“ óstutt með gögnum

5
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

6
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

7
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

8
Heimur

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi

9
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

10
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Til baka

Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar

Samtökin No Borders Iceland krefjast þess að brottvísun rússnesku fjölskyldunnar verði dregin til baka og henni veittur ríkisborgararéttur

Mótmælamyndir
MyndirnarVið skrifstofu Viðreisnar í morgun
Mynd: Aðsend

Ljósmynd af nýfæddu tvíburunum sem var brottvísað á dögunum frá Íslandi, var hengd upp við skrifstofu Viðreisnar á Suðurlandsbraut, í morgun, ásamt mynd af Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Á þeirri mynd var búið að skrifa Þorbjörg þrjótur, mannréttindabrjótur.

Þorbjörg Sigríður
MótmælamyndinMyndin var hengd upp við skrifstofu Viðreisnar
Mynd: Aðsend

Samtökin No Borders Iceland stóðu fyrir mótmælum fyrir utan dómsmálaráðuneytið í morgun, þar sem brottvísun rússneskrar fjölskyldu var mótmælt. Um er að ræða hjón og þrjú ung börn þeirra, þar af nýfædda tvíbura. Konan er heilsutæp og hefur notast við hjólastól að undanförnu. Þá sætti eiginmaðurinn pyntingum og ofsóknum yfirvalda í Rússlandi en hann var stjórnarandstæðingur. Var fjölskyldan vísað til Króatíu, sem hefur verið gagnrýnt fyrir að gefa fáum Rússum alþjóðlega vernd og er óttast að fjölskyldan verði send aftur til Rússlands.

Tvíburarnir rússnesku
Rússnesku tvíburarnirFyrstu vikur tvíburanna hafa ekki verið auðveldar
Mynd: Aðsend
Stóri bróðir
Stóri bróðirLjósmynd af stóra bróður tvíburanna var einnig hengd upp
Mynd: Aðsend

Samkvæmt heimildum Mannlífs fóru mótmælin friðsamlega fram en um 30 manns mætti á þau. Diana Burkot meðlimur Pussy Riot var með ræðu á mótmælunum, sem og Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður.

Þá var Jakobi Birgissyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra afhent mappa með eftirfarandi yfirlýsingu og kröfum mótmælenda:

Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova, hjón frá Rússlandi, komu hingað til Íslands ásamt tveggja ára syni sínum eftir að hafa flúið pólitískar ofsóknir af hálfu rússneskra yfirvalda en Gadzhi var fangelsaður fyrir að andmæla stjórnvöldum. Eftir áhættumeðgöngu og alvarlega heilsufarskvilla Mariiam eignuðust þau hjónin tvíbura sem fæddir voru með keisaraskurði. Engu að síður var fjölskyldan handtekin tveimur vikum síðar og brottvísað frá Íslandi til Króatíu, fyrsta Schengen-ríkisins sem þau höfðu viðkomu í. 

Nánasta fjölskylda Gadzhi Gadziev – móðir, systir og bróðir – hefur fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli einmitt þeirra sömu pólitísku ofsókna og hann sætir sjálfur. Þrátt fyrir það ákváðu íslensk yfirvöld að vísa honum úr landi og skilja fjölskylduna og bakland þeirra að.

Króatísk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum á borð við Amnesty International fyrir að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd til Rússlands. Árið 2023 samþykkti Króatía einungis 0,3% umsókna um alþjóðlega vernd frá Rússum, samkvæmt gagnagrunni AIDA.

Með þessu hafa íslensk stjórnvöld komið því í kring að fjölskyldan stendur frammi fyrir raunverulegri hættu á fangelsun, pyntingum og ofbeldi.

Í viðtali á Vísi segir Víðir Reynisson, formaður allsherjarnefndar Alþingis að Útlendingastofnun og Ríkislögreglustjóri hafi eingöngu verið að vinna eftir sínu verklagi. 

„Það eru lögin sem við setjum sem þau eru að vinna eftir og við verðum að vera tilbúin að endurskoða það þegar svona gerist hvort reglurnar okkar séu nógu mannúðlegar.“

Með þessu viðurkennir Víðir að málið sé ekki einsdæmi, það er afleiðing löggjafar sem grefur kerfisbundið undan réttindum fólks á flótta. Þrátt fyrir þá staðreynd er nýtt frumvarp dómsmálaráðherra til umfjöllunar í þinginu sem mun skerða réttindi fólks á flótta enn frekar verði það samþykkt. 

Íslensk stjórnvöld brjóta í þessu máli gegn 42. grein útlendingalaga, sem kveður á um grundvallarregluna um bann við endursendingu (non-refoulement). Í 1. mgr. greinarinnar segir skýrt:

„Ekki er heimilt samkvæmt lögum þessum að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir eða þar sem hann er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð.“

„1. mgr. á einnig við um sendingu útlendings til svæðis þar sem ekki er tryggt að hann verði ekki sendur áfram til slíks svæðis sem greinir í 1. mgr.”

Þessi regla er lagaleg skylda Íslands samkvæmt bæði íslenskum lögum og alþjóðasáttmálum. Með því að vísa fjölskyldunni úr landi, til lands sem af öllum líkindum mun endursenda hana til þeirrar ógnarstjórnar sem ræður ríkjum í Rússlandi, hafa íslensk yfirvöld brotið gegn þessari grundvallarreglu.

Við komu fjölskyldunnar til Rússlands má ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir á munaðarleysingjahæli. Sú hætta er að börnin fái aldrei að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.

Kröfur til dómsmálaráðherra eru eftirfarandi:

  1. Ríkisstjórnin beiti öllum ráðum til að tryggja að fjölskyldan verði ekki send til Rússlands frá Króatíu, þar sem hún sætir pólitískum ofsóknum og yfirvofandi hættu á pyntingum, frelsissviptingu og lífláti.
  2. Fjölskyldunni verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur með samþykki Alþingis.
  3. Íslensk stjórnvöld leiti allra leiða til að koma fjölskyldunni aftur heim til Íslands. Svo sem með samskiptum við króatísk stjórnvöld um að flytja ábyrgðina á umsókn þeirra til Íslands skv. Dyflinnarreglugerðinni, afturköllun á úrskurði kærunefndar, veitingu dvalarleyfa eða öðrum úrræðum.
  4. Ríkisstjórnin fari að lögum og virði 42. grein útlendingalaga – banni við því að senda fólk þangað sem lífi þeirra er ógnað.
  5. Fallið verði frá frekari lagasetningu sem hefur kerfisbundið rýrt réttindi fólks á flótta. Afnema þarf lagabreytingar frá 2023 og 2024 sem leiddu til þessa máls og annarra sambærilegra.

Ísland hefur skuldbundið sig til að verja mannréttindi – ekki brjóta þau. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð og snúi við þessari skelfilegu ákvörðun.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

EBU hættir við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision
Heimur

EBU hættir við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision

Málið verður rætt á venjulegu þingi í desember
Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

Segir palestínska fanga pyntaða oft á dag
Heimur

Segir palestínska fanga pyntaða oft á dag

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél
Myndband
Heimur

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél

Vesturport fær lóð frá borginni
Menning

Vesturport fær lóð frá borginni

Hættusvæði óbreytt í Laugardal í rúm tvö ár
Innlent

Hættusvæði óbreytt í Laugardal í rúm tvö ár

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands
Viðtal
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

Mannabein fundust á strönd í Englandi
Heimur

Mannabein fundust á strönd í Englandi

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi
Myndband
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

Vendipunktur í Golfstraumnum „sennilega skammt undan“
Innlent

Vendipunktur í Golfstraumnum „sennilega skammt undan“

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu
Myndir
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

Skiltið þykir í dónalegri kantinum
Fljúgandi ljósker olli usla
Innlent

Fljúgandi ljósker olli usla

Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar
Myndir
Innlent

Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar

Hættusvæði óbreytt í Laugardal í rúm tvö ár
Innlent

Hættusvæði óbreytt í Laugardal í rúm tvö ár

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi
Myndband
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

Vendipunktur í Golfstraumnum „sennilega skammt undan“
Innlent

Vendipunktur í Golfstraumnum „sennilega skammt undan“

Loka auglýsingu