
Hilmar Guðlaugsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er látinn. Morgunblaðið greindi frá andláti hans. Hann var 94 ára gamall.
Hilmar fæddist árið 1930 í Reykjavík og ólst þar upp.
Hilmar stundaði nám í Iðnaskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist sem múrari árið 1954. Ásamt því að vera múrari var Hilmar virkur í félagsstarfi og var meðal annars formaður Múrarafélags Reykjavíkur og Múrarasambands Íslands. Þá var hann formaður Fram í átta ár og var sæmdur gullmerki og silfurkrossi félagsins fyrir sín störf. Þá var hann einnig sæmdur gullmerki KSÍ og ÍSÍ
Hilmar var mikill Sjálfstæðismaður og var framkvæmdastjóri verklýðsráðs flokksins í 28 ár. Þá var hann sömuleiðis borgarfulltrúi hans í Reykjavík um tíma.
Hilmar lætur eftir sig þrjú börn.
Komment