1
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

2
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

3
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

4
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

5
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

6
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

7
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

8
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

9
Innlent

MAST varar við rúsínum

10
Innlent

Telur Miðflokkinn ekki trúa á eigin stefnu

Til baka

Hjólað í Höllu

Halla Hrund
Mynd: Víkingur

Eins og búast mátti við situr Halla Hrund Logadóttir ekki á friðarstóli sem þingmaður, eftir að í ljós kom að hún tók aðra afstöðu en stjórnarandstaðan í mörgum þingmálum.

Þannig ákvað Halla Hrund að taka ekki þátt í málþófi gegn veiðigjaldsfrumvarpinu í sumar og sagðist „styðja markmið ríkisstjórnarinnar“. Heimildin greindi síðan frá því að Halla Hrund hefði verið óvenjulega jákvæð, sagt „já“ í 69,5% atkvæðagreiðslna, nei í 5,2% þeirra og setið hjá í 16,1% þeirra. Flest málanna sem hún studdi eru stjórnarfrumvörp en í mörgum þessara mála sátu stjórnarandstöðuþingmenn hjá eða greiddu atkvæði gegn þeim.

Alþingi 71. grein

Nafnlaus dálkur Viðskiptablaðsins, Týr, er oft hitamælir á hlýhug hægrisins gagnvart stjórnmálamönnum. Þar er spjótunum nú beint að Höllu Hrund. Týr vitnar í sögusagnir um að Halla hafi viljað í Samfylkinguna, en Kristrún Frostadóttir sett fótinn niður. Þá segir höfundur Týs að Halla sé „best geymd í Samfylkingunni“ og að pólitískt erindi hennar „liggi í samblöndu af stuðningi við skattastefnu Samfylkingarinnar og stefnu Landverndar í orkumálum“. Þá sé „vandfundinn eitraðri kokteill“ en þessi náttúruvernd og auðlindarenta. „Þrátt fyrir að hafa varið nokkrum sumrum í sveit á barnsaldri er skilningur hennar á málefnum landsbyggðarinnar ekki meiri en þetta,“ úrskurðar Viðskiptablaðið og telur að Halla Hrund fæli frá kjósendur Framsóknarflokks á landsbyggðinni.

Vandamálið við kenningu Viðskiptablaðsins er bara að í öllum landshlutum eru mun fleiri óánægð en ánægð með störf stjórnarandstöðunnar, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ánægjan með stjórnarandstöðuna nær ekki 18% í neinum landshluta, og óánægjan fer varla niður fyrir 50%. Kjósendur í öllum landshlutum, fyrir utan Vestfirði og Vesturland, eru í meirihluta ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Og að nánast jafnmargir stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru óánægðir með stjórnarandstöðuna eins og ánægðir.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

Hakkari eyddi „Tinder fyrir rasista“ í beinni útsendingu
Myndband
Heimur

Hakkari eyddi „Tinder fyrir rasista“ í beinni útsendingu

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

Mislingar greinast á Íslandi
Innlent

Mislingar greinast á Íslandi

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu
Heimur

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein
Heimur

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

„Lygin er ekki bilun í kerfinu, hún er prófsteinn á hollustu“
Innlent

„Lygin er ekki bilun í kerfinu, hún er prófsteinn á hollustu“

Slúður

Loka auglýsingu