1
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

2
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

3
Fólk

Össur hæðist að Morgunblaði Davíðs Oddssonar

4
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

5
Heimur

Smábarn fannst ráfandi um fjölfarna götu

6
Fólk

Ásdís Rán ljómaði í leðri um helgina

7
Heimur

Alríkisdómari stöðvaði brottflutning tyrkneska doktorsnemans tímabundið

8
Heimur

Donald Trump segist vera bálreiður út í Pútín

9
Heimur

Lík 14 heilbrigðisstarfsmanna fundin á Gaza

10
Heimur

Níu ára stúlka lést eftir svæfingu á tannlæknastofu

Til baka

Hödd hrygg yfir viðbrögðum vegna máls Ásthildar Lóu

„Ætlum við að senda þau skilaboð út að það sé í lagi að 15 ára stelpur sofi hjá 22 ára mönnum?“

Hödd Vilhjálms
Hödd VilhjálmsdóttirHödd setur málin í samhengi.
Mynd: X-fyrrum Twitter

Hödd Vilhjálmsdóttir segir viðbrögð við máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur hryggja sig.

Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hún talar um viðbrögð vegna hneikslismáls fyrrverandi barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Í upphafi færslunnar segist Hödd hafa tekið eigin ráðum í vikunni og eytt skoðunum sínum á Facebook.

„Samhengi hlutanna

Ég sem almannatengill ráðlegg fólki að vanda sig á samfélagsmiðlum og í lífinu almennt. Ég tók mitt ráð í vikunni og deletaði skoðunum mínum á Facebook. Ekkert hef ég sett fram sem ég vil ekki standa með…Alls ekki. Heiftin er bara slík orðin að það er bara best að þegja.

En…“

Því næst segist Hödd hafa verið afmeyjuð á sama aldri og barnsfaðir Ásthildar Lóu var er samband þeirra átti sér stað, og það af mun eldri manni.

„Ég var afmeyjuð á sama aldri og barnsfaðir Ástu (alltaf var hún kölluð Ásta af Kristrúnu, Þorgerði og Ingu í viðtölum, og það gerðu þær til að skilja hana frá ríkisstjórninni og persónugera hana svo hún fengi samúð), af mun eldri manni. Sá maður sem afmeyjaði mig er ekki æðsti maður barnamála i dag og hefur aldrei verið. Ber engan kala til hans því hann bar enga ábyrgð á mér. Ég var vel gefinn unglingur - heppin ég.“

Hödd útskýrir síðan hvað það er sem gerir hana hrygga varðandi þetta mál:

„Það sem gerir mig hrygga… Fólkið sem hefur haft hæst og leyft sér að hjóla í manneskjur og málefni, því það þegir í dag. Allt til þess að konur fái að halda völdum? Það vill enginn láta kíkja til sín? Ætlum við að senda þau skilaboð út að það sé í lagi að 15 ára stelpur sofi hjá 22 ára mönnum því það var einu sinni löglegt? Ætlum við að leyfa ráðherra í ríkisstjórn að kalla manneskju hetju fyrir það að þurfa að standa reikningsskil á sinni fortíð? Fortíð sem er nútíð því ekki er siðferðisþröskuldur Ásthildar Lóu hærri í dag, sbr. dóm héraðsdóms Reykjavíkur.“

Að lokum tekur Hödd upp hanskann fyrir fréttafólki sem fjallaði um málið og sendir konunum í ríkisstjórninni skilaboð:

„Það er drullað yfir fréttastofur og fólk fyrir að vera meðvirkt. Svo er engin meðvirkni af hálfu þessa aðila og eðlileg frétt birt. Með fullri virðingu…meðvirknin hefur þrifist kynslóð frá kynslóð. Þið flottu konur sem ætluðuð að gera betur…gerið betur. Og hættið að taka upp hanskann fyrir manneskju sem á það ekki skilið. Vinnið ykkar vinnu.“


Komment


Kristi Noem
Heimur

Skoðaði fanga með margmilljóna Rolex

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Heimur

Trump: „Sársaukinn er að koma“

Dyravegur Vindorkugarður
Innlent

Samlegðaráhrif af sjónmengun þriggja vindmyllugarða við höfuðborgina

|
Innlent

Banaslys varð á Suðurlandsvegi er grjót hrundi á bifreið

Boxarinn
Myndband
Heimur

Nígerískur boxari látinn eftir að hafa hnigið niður í miðjum bardaga

Tannlæknastofan
Heimur

Níu ára stúlka lést eftir svæfingu á tannlæknastofu

Logreglan-a-Sudurlandi-696x392-1
Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Alexandra Briem.
Ljósmynd: Facebook
Fólk

Alexandra er þakklát því trans fólki sem ruddi brautina