
Hrafndís Bára Einarsdóttir sýnir frá stórskemmtilegum samskiptum hennar við heimilislækninn sinn en þau fara fram í bundnu máli.
Í gær birtist stórskemmtileg Facebook-færsla frá Hrafndísi Báru Einarsdóttur, sem í símaskránni er titluð sem vesenistemjari, vandræðafangari og vitleysuveiðari. Þar sýnir Hrafndís Bára, sem er austfirðingur sem býr nú á Akureyri, samskipti hennar við heimilislækninn sinn, Guðmund Pálsson en hún þurfti að endurnýja lyfjaskírteinið fyrir ADHD-lyfjum sínum.
Hrafndís Bára skrifaði:
„Svona fara samskipti mín við minn góða heimilislækni, dr. Guðmund Pálsson, fram. Ég þurfti að tilkynna honum að lyfjaskírteinið fyrir ADHD lyfjum væri nú endurnýjað og klárt.
Þess ber að geta að hann gleymdi að sækja um endurnýjun og þurfti áminningu svo ég velti fyrir mér hvort okkar þarf heldur concerta.“
Hér má sjá beiðni Hrafndísar Báru:

Og læknirinn svaraði um hæl:

Í athugasemd við færslu sína bætti Hrafndís Bára því við að hún og læknirinn séu vön að finna fljótt lausn á hennar málum og eyði restinni af læknatímanum í að ræða um vísur og vísnagerð.
Komment