
Undanfarin árin hafa átt sér stað miklar umræður um lög um rekstur leigubíla á Íslandi en ný lög tóku gildi árið 2023. Hluti af þeim lagabreytingu var að fjöldatakmarkanir voru afnumdar og leyfisveitingar rýmkaðar til muna.
Hagsmunasamtök leigubílsstjóra mótmæltu þessu harðlega á sínum tíma og sagði Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, við DV að um hættulega þróun væri að ræða. „Því miður hefur ástandið farið til hins verra eftir að þetta var gefið frjálst. Það eru til dæmis mjög oft rifrildi upp við Leifsstöð, ef farþegar vilja velja sér bíla eða eru í viðskiptum við einhverjar sérstakar stöðvar og ætla í þá bíla, þá kemur oft til átaka á milli þeirra sem eru fremstir í röðinni, eitthvað í þeim dúr.“
Þá tók hann fram að allar ferðir væru skráðar.
Mannlíf hefur sent ítrekaðar fyrirspurnir á Harald til að forvitnast um hvernig er tekið á ýmsum málum sem kom upp gagnvart farþegum hjá Hreyfli.
Mannlíf spurði meðal annars hversu oft á undanförnum tíu árum hafi Hreyfli borist kvörtun frá farþegum varðandi ofbeldi eða kynferðislegt áreiti bílstjóra í garð farþega og hvernig væri tekið á kvörtunum sem berast frá farþegum um slíkt. Þá spurði Mannlíf einnig hvort leigubílstjórar stöðvarinnar þurfi að hafa hreint sakavottorð og hversu mörgum hafi verið bannað að starfa fyrir Hreyfil síðustu tíu árum.
Þrátt fyrir að loforð Haraldar um svar við þessum spurningum hafa ekki nein svör borist.
Komment