
Í tilkynningu frá Matvælastofnun er greint frá því að hundaeigandi hafi hótað eftirlitsmanni MAST þegar hann var að reyna komast í eftirlit á heimilis mannsins en grunur leikur á um slæma meðferð á hundinum. Hótunin hefur verið kærð til lögreglu.
Þá var einnig greint frá því að umráðamaður hunds á Norðausturlandi hafi beitti hann harðýðgi í viðurvist vitna og brotið með því dýravelferðarlög. Lögð var á hann stjórnvaldssekt að upphæð 48.000 kr.
Þá var bóndi á Vesturlandi var kærður til lögreglu fyrir brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Sauðfé í eigu hans slapp yfir varnarlínu á milli smithólfa. Í stað þess að slátra því strax eins og krafist er í dýrasjúkdómalögum flutti hann það til baka á bæ sinn og braut þar með lögin tvisvar.
Komment