1
Skoðun

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

2
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

3
Fólk

Snoturt raðhús í Kópavogi óskar eftir nýjum eiganda

4
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

5
Heimur

Grunsamlegur líkfundur við sjóinn á Kanarí

6
Innlent

Örn dæmdur fyrir 30 þúsund klámfengnar myndir af börnum

7
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

8
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

9
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

10
Heimur

Ótti meðal innflytjenda í Finnlandi

Til baka

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Magga Stína 3 - Nota aðeins með pistlum
Margrét Kristín Blöndal
Mynd: Aðsend

Ávarp á Austurvelli þann 1. nóvember 2025 eftir Samstöðugöngu með frjálsri Palestínu:

Kæru vinir

Við erum hér af þeirri ástæðu að við eigum í hjörtum okkar sameiginlegan skilning, um að okkur beri að mótmæla glæpum gegn mannkyni.

Og það gerum við hér í dag.

Það er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki það síðasta, en við höfum gengið, fundað, mótmælt, stundum tugum, stundum hundruðum, stundum yfir þúsund saman.

Við höfum mótmælt þjóðarmorði því sem Ísrael fremur í Palestínu, með öllum þeim friðsamlegu mögulegum leiðum sem okkur hefur hugkvæmst, með gjörningum ýmiskonar, hvatningu til sniðgöngu, skrifum á samfélagsmiðla, við höfum deilt skoðunum okkar með greinaskrifum í fjölmiðla, við höfum ítrekað reynt að ná eyrum og augum ríkisstjórnar sem og annarra kjörinna fulltrúa.

Við höfum lýst óánægju yfir aðgerðarleysi þeirra. Við höfum hvatt þau með ráðum og dáð til að fara að alþjóðalögum.

Við höfum varað þau við afleiðingunum af því að fara ekki að alþjóðalögum.

Við höfum lýst óánægju yfir stuðningi þeirra við gerendur þjóðarmorðsins.

Við höfum reynt að vekja athygli þeirra á þeim siðferðislegu skyldum, sem þau vanrækja. Allt þetta höfum við gert í viðbragði okkar við þjóðarmorði.

Viðbrögð yfirvalda við þessum mótmælum hafa öll verið á einn veg. Þau virða kröfur okkar ekki neins en halda áfram stuðningi sínum við gerendur þjóðarmorðsins.

Gereyðing Gaza hefur farið fram fyrir augum okkar, dag og nótt síðastliðin tvö ár.

Þjóðarmorð Ísraels á Palestínsku þjóðinni sem staðið hefur í tæp áttatíu ár hrökk í beina útsendingu fyrir tveimur árum.

Við, almenningur, höfum horft á þjóðarmorðið, valdalaus í hryllilegum hjartaskerandi vanmætti, nýtt okkur sjálfsagðan og stjórnarskrárvarinn rétt okkar til að bregðast við hryllingnum með títtnefndum mótmælum en ríkisstjórn okkar og aðrir kjörnir fulltrúar hafa kosið, að bregðast ekki við.

Írekað hafa þau kosið að bregðast ekki við eins og þeim er skylt að gera samkvæmt alþjóðalögum þegar þau verða vitni að þjóðarmorði.

Þetta er alls ekki vanhugsað viðbragð hjá stjórnvöldum, heldur þvert á móti.

Með þessu senda stjórnvöld okkur skýr skilaboð sem ekki er hægt að skilja á annan veg en að þau líti svo á að börn og fjölskyldur þeirra í Palestínu séu einskis virði, að þau líti svo á að líf þeirra skipti ekki máli, þau séu ekki þess verð að staðið sé upp fyrir réttlæti þeim til handa.

Og til almennings eru skilaboðin þau að nákvæmlega ekkert sé að marka tal eða yfirlýsingar þeirra um “að virða eigi alþjóðalög og mannréttindi”.

Við horfum upp á helför, gereyðingu, slátrun á heilli þjóð, og samþykki valdhafa heimsins á henni.

Við erum vitni.

Að vera valdalaust vitni að slíku er með öllu óbærilegt.

Að vera vitni að stærsta og alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja, glæp gegn mannkyni, þjóðarmorði og sjá þar að auki, að við þeim glæp, reynast í raun engin viðurlög sem tekið er mark á, er með öllu óbærilegt.

Alþjóðastofnanir eru virtar að vettugi og alþjóðalög að engu höfð.

Það er okkar nýi, óbærilegi veruleiki.

Skaðlegri veruleiki er ekki til því hann gengur gegn öllum siðferðislegum lögmálum.

Eins og forseti Írlands benti á, bara nú á dögunum, erum við sem mannkyn, í stórhættu vegna þessa.

Við erum að verða vitni að algeru siðferðishruni þar sem stríðsglæpir sem og aðrir glæpir í formi valdníðslu eru framdir og réttlættir af valdaelítu

hins vestræna heims, án þess að nokkurt utanaðkomandi afl geri tilraun til að stöðva það.

Þetta hefur skapað gríðarlegt hættuástand þar sem siðferði mannkynsins er undir.

Við lifum því nú einhvers konar elleftu stund, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Við gerum okkur um leið grein fyrir að stjórnvöld ganga með þessu háttalagi ekki erinda þeirra sem kjósa þau.

Þegar stjórnmálaöfl og stofnanir taka hagsmuni geranda þjóðarmorðs fram yfir siðferðilegar

grundvallarskyldur sínar og taka þar að auki áhættuna á því að brjóta gegn alþjóðalögum Hvað er þá til bragðs að taka?

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við því að almenningur á Gaza er skipulega sveltur í hel af Ísrael?

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við drápum á mörg hundruð þúsund manns?

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við ólöglegu landráni, botnlausu ofbeldi landræningja sem sitja um að ofsækja og drepa palestínska borgara, eyðileggja

lífsviðurværi þeirra, ræna þá heimilum sínum vopnaðir og með dyggri aðstoð ísraelska hersins.

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við ólýsanlegum þjáningum tuga þusunda palestínskra fanga sem pyntaðir eru með aðferðum sem óheyrðar eru og ekki er einu sinni í valdi neins að lýsa.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við, hafandi horft á Ísrael sprengja í loft upp ALLA innviði

samfélagsins á Gaza, sprengt alla skóla, alla spítala, allar moskur, öll bókasöfn og heimili. Þegar stjórnvöld hafa horft með eigin augum á

allar framtíðarhorfur samfélags tveggja milljóna manneskja þurrkaðar út.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við upplýsingum um að Ísrael grafi börn lifandi, í fjöldagröfum.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við vitneskju um að aflimanir sem tíðar eru á íbúum Palestínu vegna hrottalegra árása Ísraels eru framkvæmdar án deyfingar,

því Ísrael neitar íbúum Gaza um lyf.

Hvað á til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við vitneskju um skipulögð dráp á heilbrigðisstarfsfólki.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við vitneskju um skipulögð dráp Ísraela á nýburum.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við skipulagðri útrýmingu Ísrael á heilu fjölskyldunum.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við skipulögðum drápum á barnhafandi konum sem eru sérstök skotmörk Ísraelshers, en þess má geta að ísraelskir hermenn eru þekktir fyrir að gantast mjög sín á milli með dráp sín, ofbeldi og eyðileggingu, og þegar þeir skjóta til bana barnshafandi konur kalla þeir þau dráp sín á milli, “tveir fyrir einn”.

Hvað, er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við upplýsingum um að Ísrael eyðileggi skipulega kirkjugarða á Gaza með

jarðýtum þar sem þeir tæta grafir og lík upp, til að tryggja, að ástvinir geti ekki vitjað þeirra.

Hvar erum við stödd?

Við höfum vaknað upp við þá staðreynd, að stjórnvöld bregðast ekki við þegar raunveruleg afhjúpun illskunnar hefur átt sér stað.

Það þýðir sömuleiðis að afhjúpun hins gerspillta stjórnmálakerfis heimsins hefur einnig átt sér stað.

Gaza, hefur afhjúpað þetta allt.

Þegar Nelson Mandela sagði, eins og frægt er orðið “að frelsi okkar væri ekki náð fyrr en Palestína yrði frjáls”, hafði sú setning svo miklu víðtækari þýðingu en þá að vera til stuðnings réttlætis og frelsisbaráttu Palestínu.

Setningin greindi þann lifandi sannleika, að á meðan heimsvaldastefna Bandaríkjanna og Ísrael bryti á bak aftur tilverurétt Palestínsku þjóðarinnar myndi hún, ætíð, að sama skapi níðast á tilverurétti allra annarra.

Sú staðreynd blasir einmitt við alveg kristaltær, að það sem Ísrael og Bandaríkin eru tilbúin til að gera Palestínumönnum, eru þau sannarlega tilbúin til að gera öllum öðrum.

Það er enginn undanskilinn þegar græðgin er annars vegar.

Gaza er núna tilraunastofa þessara sturluðu hryðjuverkaríkja, Ísraels og USA sem þar fremja nú þjóðarmorð.

Palestínu skal fórnað, af þeim, á altari græðginnar því ofan á líkum palestínskra barna ætla þeir sér að tana, Trump, tengdasonur hans og Tony Blair.

Yfirvöld í Evrópu taka líka fullan þátt í

þjóðarmorðinu með margvíslegum stuðningi fjármagni og vopnasendingum. Það kemur svo sem engum á óvart enda er saga evrópskra nýlenduvelda blóði drifin. Hún byggir líka á landránum, þrælahaldi og þjófnaði, nákvæmlega eins og saga Ísrael og USA.

En það að yfirvöld á þessu landi hér, skuli velja það að styðja nýlenduveldin við kúgun og þjóðarmorð gengur gegn öllum okkar innri lögmálum.

Við Íslendingar byggjum á minni sem er minni hinna undirokuðu, þeirra sem ekki fengu notið

eigin landsins gæða. Við, sem sannarlega vorum nýlenda Dana og það ekki fyrir svo löngu síðan. Þá var það ekki Reykjavík, heldur

Kaupmannahöfn, sem lýst var upp með íslenskum grút, eins og stendur í ágætri bók.

Íslensk yfirvöld ættu að hafa það í huga þegar þau taka sér stöðu með kúgaranum. Með sturluðum þjóðarmorðingjum Ísraels, sem þau voga sér að kalla "vinaþjóð á villigötum"

Þegar við fyrst ríkja í Vestur Evrópu viðurkenndum sjálfstæða Palestínu árið 2011 létum við ekki þar við sitja heldur áréttuðum um leið stuðning okkar við frelsisbaráttu Palestínu.

Því fylgdi ábyrgð, sem núverandi stjórnvöld hafa að engu.

Afstaða íslenskra stjórnvalda nú, þjónkunin við þjóðarmorðið er ekki einasta svívirðileg svik við Palestínsku þjóðina heldur hafa þau svikið sína eigin þjóð, okkur.

En það má minna á að við erum ekki alveg skini skroppin og sjáum vel hið augljósa.

Yfirvöldum hér helst ekki á að halda uppi lákúrulegu leikriti sínu um “sameiginleg gildi” okkur “líkt þenkjandi þjóða" nú eða því, að hér virði yfirvöld mannréttindi nokkurs.

Þess sjást engin merki.

Endurnýjaðir samningar við Rapyd, leyfi ráðherra bæði fyrir vopnaflutningum frá Kanada til Ísrael um íslenska lofthelgi, sem og flutningi á njósnabúnaði með flugi frá Bandaríkjunum um íslenska lofthelgi sem notaður var til að finna út skotmörk á Gaza sker úr um samsekt þeirra svo fátt eitt sé nefnt.

Þegar þingmenn voga sér að klappa hátt og fyrirferðamikið fyrir "vopnahléi" sem allur heimurinn veit að er marklaust kjaftæði.

Allir vita að orð, hvað þá loforð hins svokallaða Ísraels voru og eru fullkomlega marklaus. Ísrael hefur aldrei haldið nokkurt vopnahlé eða staðið

við vopnahléssamninga sem þeir gera. Það flökrar einfaldlega ekki að þeim.

Þeir vita sem er að þeir komast upp með allt. Lygin er þeim víst jafntöm og andardrátturinn.

Það er þó kýrskýrt, að krafa umheimsins og alþjóðadómstóla á hendur yfirvöldum stendur. Krafan, um að þau fari að alþjóðalögum. Öllum ríkjum sem vitni verða að þjóðarmorði ber skilyrðislaus skylda til að stöðva það með öllum tiltækum ráðum, og, refsa þjóðarmorðingunum.

Kæru vinir.

Eyðum alls ekki dýrmætum tíma í að undrast illvirkin.

Þau eru að eiga sér stað og skylda okkar er að bregðast við því.

Fyrir komandi kynslóðir.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Gerum yfirvöldum augnabliksins það ljóst að við munum aldrei hætta að berjast fyrir frjálsri Palestínu og þar með fyrir frjálsum heimi. Og minnum þau á,

að það verður ekkert frelsi, án réttlætis. Lifi frjáls Palestína.

Magga Stína

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín
Heimur

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín

Var handtekinn af lögreglu og færður í varðhald
Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn
Innlent

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur
Pólitík

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur

Rússar drápu tvö börn í Úkraínu í nótt
Heimur

Rússar drápu tvö börn í Úkraínu í nótt

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu
Myndir
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

Fergie mun missa titla sína og heimili
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Loka auglýsingu