1
Pólitík

„Risa áhyggjuefni fyrir Ísland“

2
Mannlífið

Lýsir hrikalegum glæpaferli og nýrri lífssýn

3
Innlent

Skordýr í matnum í verslun í Breiðholti

4
Menning

Þetta eru líklegustu sigurvegarar Eurovision 2025

5
Heimur

Skotmaðurinn í Flórída var barn í forræðisdeilu

6
Fólk

Illugi og Hannes Hólmsteinn ósammála um ágæti Ben Shapiro

7
Innlent

Fimm páskaegg bæta við kílói af fitu

8
Innlent

Úðavopni beitt í slagsmálum í heimahúsi

9
Innlent

Anna Sigrún hefur endurheimt hlaupahjól dóttur sinnar

10
Innlent

Boða mótmæli vegna brottvísunar Oscars

Til baka

Illugi og Hannes Hólmsteinn ósammála um ágæti Ben Shapiro

„Meira að segja margir Gyðingar hafa ógeð á honum“

49290901512_0a22470ac6_k
Ben ShapiroShapiro er afar umdeildur.
Mynd: Gage Skidmore/ flickr.com

Illugi Jökulsson bendir fylgjendum sínum á Facebook á þá staðreynd að hinn umdeildi Ben Shapiro hafi verið fenginn til að kveikja á kyndli á þjóðhátíðardegi Ísraels. Lætur hann þung orð falla um Shapiro og eru flestir honum sammála í athugasemdum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson uppgjafaprófessor er þó ekki einn af þeim.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann minnist á þá staðreynd að Ben Shapiro hafi verið valinn til að heiðra Ísrael með því að kveikja á kyndli á þjóðhátíðardegi landsins.. Segir Illugi Shapiro vera „ofsafenginn illyrmismaður“ sem bæði fagni drápum á Palestínumönnum og „froðufelli yfir hvers konar vóki, trans fólk, hinsegin fólki“ og fleirum.

Hér má lesa færsluna:

„Bandaríski öfgamaðurinn Ben Shapiro hefur verið valinn til að kveikja á kyndli á þjóðhátíðardegi Ísraels, en það er táknrænn heiður. Shapiro er ofsafenginn illyrmismaður sem fagnar ekki aðeins drápum á Palestínumönnum heldur gefur sér líka tíma til að froðufella í podcasti sínu gegn hvers konar vóki, trans fólki, hinsegin fólki og "góða fólkinu" almennt. Að hann, sem er slíkur öfgamaður að meira að segja margir Gyðingar hafa ógeð á honum, sé fenginn til þess arna sýnir hve Ísraelsríki er komið víðsfjarri siðuðu samfélagi. Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert.“

Nokkrir tjáðu sig um Shapiro í athugasemdum við færslu Illuga og voru lang flestir sammála Illuga en Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók upp hanskann fyrir hinum afar umdeilda Shapiro. „Ég hef horft á marga þætti með honum, og hann er ágætur, eiturskarpur og snjall. Hann stóð sig til dæmis mjög vel í kappræðum við málsvara hryðjuverkamannanna í málfundafélagi Oxford-háskóla.“

Þó nokkrir svara Hannesi en einn þeirra bendir á að Shapiro hafi greinilega ekki gengið vel í þessum kappræðum þar sem komist var að þeirri niðurstöðu í lok þeirra að Ísrael væri aðskilnaðarríki sem bæri ábyrgð á þjóðarmorði.

„Besta ræða sem ég hef séð flutta í málfundafélagi Oxford-háskóla var ræða Susan Abulhawa í kappræðum við málsvara morðóðu landránsnýlendunnar. Enda samþykkti fundurinn afdráttarlaust að ísrael væri aðskilnaðarríki ábyrgt fyrir þjóðarmorði.

https://youtu.be/2ZCWCGebAuU?si=MOBoTVzds9z07XO5


Komment


Linda Ben
Fólk

Linda Ben nýtur lífsins á Kanaríeyjum

AFP__20190725__1J38EW__v1__HighRes__IsraelPolitics
Heimur

Netanyahu breytir Ísrael í „bananalýðveldi“, segir fyrrverandi forsætisráðherra

Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Innlent

Anna Sigrún hefur endurheimt hlaupahjól dóttur sinnar

AFP__20250421__36Y26FT__v2__HighRes__FilesVaticanReligionPopeObit
Heimur

Helstu tímamót í lífi Frans páfa

Oscar
Innlent

Boða mótmæli vegna brottvísunar Oscars

Lögreglan
Innlent

Úðavopni beitt í slagsmálum í heimahúsi

Kaj Svíþjóð Eurovision
Menning

Þetta eru líklegustu sigurvegarar Eurovision 2025