
Íris Helga Jónatansdóttir, 38 ára kennari af Suðurnesjum, sem hefur verið sökuð um að vera eltihrellir samþykkti að gangast undir nálgunarbann á þriðjudaginn en Heimildin greinir frá þessu.
Daginn eftir að það fór hún í viðtal í hlaðvarpsþættinum Fullorðsins þar sem hún neitaði meðal annars að hafa verið kærð til lögreglunnar. Garpur Ingason Elísabetarson dagskrárgerðarmaður var fyrstur til að stíga fram og ásaka Írisi um ofsóknir og áreiti og í kjölfarið steig Sölvi Guðmundarson, fyrrum kærasti Írisar, fram og greindi frá sams konar ofbeldi en þau voru par í um það bil ár. Þá hefur þriðji maðurinn einnig komið fram í viðtölum og tekið undir orð Sölva og Garps en hann hefur ekki viljað koma fram undir nafni.
Samkvæmt Heimildinni snertir nálgunarbannið samskipti Garps og Írisar. Þá hefur fyrrum stjúpdóttir Írisar sakað hana um áreiti en hún er ólögráða.
„Íris Helga, fyrrum stjúpmamma mín er búin að vera gróflega áreita og hrella mig, fjölskyldu mína, vini mína og annað fólk. Hún hefur verið að senda óviðeigandi skilaboð á mig, dreifa myndum af mér á facebokk-grúbbur og fara með rangar upplýsingar, t.d eins og ég hafi verið týnd (a.t.h hún gerir það undir fake aðgangi) hún hefur verið að nota símanúmerið mitt – setja það á instagram aðgang, smitten & tinder, ásamt því að reyna nota mínar upplýsingar til þess að komast inn á slík öpp, reyna komast inn á síður sem þarfnast rafrænu skilríkjanna minna og reynt að komast inn á heimabankann minn og hringja í mig úr leyninúmeri,“ skrifaði hún á samfélagsmiðla.
Íris segir að ásakanirnar hafi haft áhrif á líf sitt að miklu leyti og heldur hún því fram að henni hafi verið sagt upp störfum hjá Skarðshlíðarskóla eftir kvartanir um meint áreiti hennar.
UPPFÆRT: 14:42
Heimildin hefur birt eftirfarandi leiðréttingu við frétt sína um Írisi
Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar, sem birtist sömuleiðis í blaðinu, kom fram að Íris Helga hefði undirritað nálgunarbann gagnvart Garpi. Það reyndist rangt og má rekja til misskilnings milli þolanda og lögmanns vegna málsins. Lesendur eru beðnir afsökunar á þessu. Hinsvegar liggja fyrir drög um nálgunarbann kennd við Selfoss-leiðina svokölluðu. Írisi hefur verið boðið að undirrita slíkt nálgunarbann en ekki fallist á það, þegar þetta er skrifað.
Komment