
Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu Jónatansdóttur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en greint frá þessu í nýjasta blaði Heimildarinnar.
Samkvæmt blaðinu var það gert eftir að Íris Helga hótaði að koma heim til blaðamanns og drepa hann, leiðrétti hann ekki rangfærslu um að hún hefði undirritað nálgunarbann, svokallaða Selfoss-leið en blaðið hefur fjallað um mál Írisar undanfarnar vikur
Í kjölfarið birti Íris einnig birt mynd af blaðamanni og fjölskyldu á Facebook og gaf í skyn í tölvupósti að hún geti hugsað sér að sækja um starf kennara í sama skóla og synir blaðamanns stunda nám.
Íris hefur verið sökuð um að vera eltihrellir. Garpur Ingason Elísabetarson dagskrárgerðarmaður var fyrstur til að stíga fram og ásaka Írisi um ofsóknir og áreiti og í kjölfarið steig Sölvi Guðmundarson, fyrrum kærasti Írisar, fram og greindi frá sams konar ofbeldi en þau voru par í um það bil ár. Í ítarlegri frétt Heimildarinnar kemur fram að blaðið hafi rætt við níu mismunandi einstaklinga sem allir segja Írisi hafa með einhverju móti hrellt eða ofsótt sig í gegnum árin.
Komment