
Það gekk ekkert hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrr í kvöld þegar liðið mætti Kósovó í seinni leik liðanna í umspili Þjóðardeildarinnar en Ísland tapaði fyrri leiknum 2-1 á föstudaginn.
Ísland náði að komast yfir með laglegu marki frá Orra Steini Óskarssyni strax í upphafi leiks eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar. Frábær byrjun en Kósovó náði völdum á vellinum stuttu síðar og stjórnaði leiknum algjörlega til enda. Það var þó ekki fyrr en á 35 mínútu sem Kósovó náði að jafna leikinn eftir varnarmistök hjá Íslandi. Kósovó komst svo yfir undir lok fyrri hálfleiks og aftur var það eftir mistök í vörn Íslands.
Síðari hálfleikur var verri ef eitthvað er og fékk Aron Einar Gunnarsson rautt spjald um miðjan seinni hálfleik og ekki er ólíklegt að um síðasta landsleik Arons sé að ræða. Það var svo á 79. mínútu sem Vedat Muiqi skoraði þriðja mark sitt í leiknum til að fullkomna niðurlægingu Íslands í leikum.
Niðurstaðan því 3-1 tap og 5-2 tap í heildina og Ísland því fallið í C-deild Þjóðardeildarinnar.
Einkunnir leikmanna:
Hákon Rafn Valdimarsson (m) - 5
Sverrir Ingi Ingason - 3
Ísak Bergmann Jóhannesson ('46) - 3
Orri Steinn Óskarsson (f) ('65) - 6
Albert Guðmundsson - 4
Jón Dagur Þorsteinsson - 4
Þórir Jóhann Helgason - 4
Willum Þór Willumsson ('65) - 4
Stefán Teitur Þórðarson - 4
Valgeir Lunddal Friðriksson ('22) - Spilaði ekki nóg
Arnór Ingvi Traustason ('46) - 4
Varamenn sem komu inn á
Logi Tómasson ('46) - 4
Aron Einar Gunnarsson ('46) - 3
Bjarki Steinn Bjarkason ('22) - 4
Kristian Hlynsson ('65) - 4
Andri Lucas Guðjohnsen ('65) - 4

Komment