1
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

2
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

3
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

4
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

5
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

6
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

7
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

8
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

9
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

10
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Til baka

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

„Í síðustu heimsókn minni, þann 9. júlí, hafði hann misst meira en 40 kíló, yfir þriðjung líkamsþyngdar sinnar.“

Hussam Abu Safiya
Hussam Abu SafiyaSafiya við störf við afar erfiðar aðstæður
Mynd: AFP

Yfirvöld í Ísrael neita að sleppa tveimur palestínskum læknum úr haldi, þar á meðal barnalækninum Hussam Abu Safiya, þrátt fyrir vopnahlésamkomulag, að sögn embættismanns frá Hamas sem ræddi við CNN.

Safiya var barinn og numinn á brott af ísraelskum hermönnum í desember í fyrra þegar þeir réðust inn á Kamal Adwan-sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza. Þar neitaði hann að yfirgefa sjúklinga sína þrátt fyrir umsátur.

Myndefni sem birtist í kjölfar árásarinnar sýndi Safiya ganga yfir rústir í hvítum læknaslopp. Ísraelski herinn fullyrti að hann væri „grunaður einstaklingur“ sem væri yfirheyrður vegna „hugsanlegrar þátttöku í hryðjuverkastarfsemi“. Hann hefur verið í haldi síðan þá, án ákæru.

Þrátt fyrir að samið hafi verið um fangaskipti sem hluta af vopnahléssamkomulagi fyrr í vikunni, segir fulltrúi Hamas að Safiya verði ekki látinn laus.

„Hersetan neitaði að sleppa dr. Hussam Abu Safiya,“ sagði embættismaður Hamas við CNN á föstudag.

Í júlí greindi lögfræðingurinn Ghaid Ghanem Qassem frá því að Safiya hefði misst meira en þriðjung líkamsþyngdar sinnar í haldi í hinu alræmda Ofer-fangelsi í Ísrael. Hann hefði verið barinn harkalega og ítrekaðar beiðnir hans um læknisaðstoð hafnað.

„Dr. Hussam Abu Safiya er ekki í lagi,“ skrifaði Qassem á Facebook. „Í síðustu heimsókn minni, þann 9. júlí, hafði hann misst meira en 40 kíló, yfir þriðjung líkamsþyngdar sinnar. Þegar hann var handtekinn vó hann 100 kíló, en nú er hann ekki nema um 60. Hann var beittur miklu ofbeldi 24. júní. Klefinn hans í Ofer-fangelsinu, klefi 1, álma 24, var sérstaklega gerður að skotmarki Hann var barinn harkalega í brjóstkassann.“

Qassem bætti við að gleraugu Safiya hefðu verið brotin og að hann þjáðist nú af óreglulegum hjartslætti.

Auk Safiya neita Ísraelar einnig að sleppa Marwan al-Hams, forstöðumanni Abu Youssef al-Najjar sjúkrahússins í Rafah og yfirmanni vettvangssjúkrahúsa á Gasa.

Hams var rænt af dulbúnum ísraelskum hermönnum í júlí á þessu ári. Samkvæmt vitnisburðum sem Palestínska mannréttindamiðstöðin (PCHR) hefur safnað, réðust fjórir vopnaðir menn í borgaralegum klæðnaði inn á kaffihús við ströndina í Rafah, særðu Hams og og drápu tvo palestínska ljósmyndara, Tamer Rebhi Rafiq al-Zaanin og Ibrahim Atef Atiyah Abu Asheibah.

PCHR greinir frá því að árásin hafi átt sér stað á meðan Zaanin og Hams voru við tökur á heimildarmynd. Hams var dreginn inn í hvítan bíl og ekið á brott, og hefur ekki sést síðan. Ísraelskar yfirvöld hafa ekki staðfest hvar hann er eða hvort hann sé í haldi.

Samkvæmt gögnum frá samtökunum Palestinian Healthcare Workers Watch eru nú um 28 palestínskir læknar frá Gaza í ísraelsku fangelsi. Þar af eru átta yfirmenn í skurðlækningum, bæklunarlækningum, gjörgæslu, hjartalækningum og barnalækningum.

Frásagnir palestínskra fanga lýsa kerfisbundnu og alvarlegu ofbeldi í ísraelskum fangelsum eftir 7. október 2023. Mannréttindasamtök hafa kallað þessa meðferð kerfisbundin mannréttindabrot og jafnvel glæpi gegn mannkyninu.

Skýrslur greina frá hungri, skorti á læknisaðstoð, líkamlegu ofbeldi, niðurlægingu, kynferðisofbeldi, þjófnaði og fjöldafangelsunum í einangrun.

Þrátt fyrir að Abu Safiya sé óbreyttur borgari hefur hann verið skilgreindur sem „ólöglegur vígamaður“ samkvæmt ísraelskum lögum, sem gerir yfirvöldum kleift að halda einstaklingum í fangelsi án ákæru, án dómsúrskurðar og án þess að upplýsa fjölskyldu eða lögmenn um hvar þeir eru vistaðir. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessa lagasetningu sem alvarlegt brot á alþjóðalögum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Hið 69 ára söngvaskáld hefur sjaldan haft jafn mikið í bígerð.
Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

„Í síðustu heimsókn minni, þann 9. júlí, hafði hann misst meira en 40 kíló, yfir þriðjung líkamsþyngdar sinnar.“
Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Loka auglýsingu