
Ísraelski herinn staðfesti í dag að hermenn hefðu skotið og drepið palestínumann sem kastaði grjóti í hermennina nálægt þorpinu Husan á Vesturbakkanum.
„Nokkrir hryðjuverkamenn köstuðu grjóti nálægt vegi 375 sem liggur samsíða Husan. Hermenn sem voru í aðgerð á svæðinu brugðust við með því að skjóta á hryðjuverkamennina. Þeir afmáðu einn hryðjuverkamenn og hittu annan hryðjuverkamann til viðbótar,“ sagði í yfirlýsingu frá ísraelska hernum.
Borgarstjóri Husan, Jamal Sabateen, segir að herinn hafi skotið á hóp ungmenna sem köstuðu grjóti. Pilturinn sem lést var 17 ára gamall.
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að stríðsglæpir og þjóðarmorð eigi sér stað á Vesturbakkanum, með vaxandi landtöku og árásum á Palestínumenn. „Harmleikur fyrirsjáanlegur og blettur á sameiginlegri mennsku okkar,“ segir í skýrslu erindreka Sameinuðu þjóðanna.
Komment