
Jón Gnarr, grínisti og þingmaður Viðreisnar, hefur tekið ákvörðun um að selja gallabuxurnar sem hann var skammaður fyrir að klæðast á Alþingi fyrir stuttu síðan. Samkvæmt honum hafði ónefndur þingmaður kvartað undan því að Jón væri í gallabuxum á Alþingi.
Í færslu sem Jón birti á samfélagsmiðlum greinir hann frá því að allur ágóði muni renna til Kvennathverfsins. Samkvæmt þingmanninum er hæsta boð sem hann hefur fengið, eins og er, 100 þúsund krónur en að sögn hans eru buxurnar lítið notaðar og eru í stærð 36-32.
Jón mun afhenta buxurnar í söfnunarþættinum Á allra vörum eftir að hann og Sigurjón Kjartansson syngja saman lag.
Hægt er að gera tilboð í buxurnar þekktu með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Komment