
Kærum Írisar Helgu Jónatansdóttur gegn Vali Grettissyni, blaðamanni Heimildarinnar og Frosta Logasyni, ritstjóra Nútímans, hefur verið vísað frá af Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.
Heimildin hefur fjallað um mál Írisar á undanförnum vikum en hún hefur verið sökuð af nokkrum einstaklingum að vera eltihrellir. Garpur Ingason Elísabetarson dagskrárgerðarmaður var fyrstur til að stíga fram og ásaka Írisi um ofsóknir og áreiti og í kjölfarið steig Sölvi Guðmundarson, fyrrum kærasti Írisar, fram og greindi frá sams konar ofbeldi en þau voru par í um það bil ár.
Í kæru Írisar hélt hún því fram að Valur hafi brotið allar efnisgreinar siðareglna BÍ og í þeim fælist meiðyrði, falsfréttaflutningur og mannorðsmorð. Samkvæmt nefndinni uppfyllti kæran augljóslega ekki málsmeðferðarreglur Siðanefndar og var Írisi boðin sá kostur að lagfæra kæru sína. Hún gerði það hins vegar ekki og var málinu því vísað frá.
Siðanefnd tók sömu afstöðu í máli Írisar gegn Frosta.
Rétt er að taka fram að Íris hefur verið kærð af Vali fyrir morðhótun.
Samkvæmt Heimildinni var það gert eftir að Íris Helga hótaði að koma heim til blaðamanns og drepa hann, leiðrétti hann ekki rangfærslu um að hún hefði undirritað nálgunarbann, svokallaða Selfoss-leið.
Í kjölfarið birti Íris einnig birt mynd af Vali og fjölskyldu hans á Facebook og gaf í skyn í tölvupósti að hún geti hugsað sér að sækja um starf kennara í sama skóla og synir blaðamanns stunda nám.
Komment