
28 manns sóttu um starfiðFjórir drógu umsókn sína til baka
RÚV hefur birt lista yfir þá einstaklinga sem sóttum stöðu dagskrárstjóra sjónvarps. 28 umsóknir bárust en fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Marga þekkta einstaklinga má finna á listanum eins og sjónvarpsmanninn Gísla Einarsson, leikstjórann Martein Þórsson og samskiptastjórann Þorfinn Ómarsson. Sérstaka athygli vekur að Eiríkur Bogi Guðnason, sem titlar sem sem kassastarfsmann, sækir um starfið.
Tekur nú við hið erfiða verk að finna réttu manneskjuna í starfið en Skarphéðinn Guðmundsson ákvað að færa sig yfir til Sagafilm og sagði starfi sínu lausu hjá RÚV.
Hægt er að sjá lista þeirra sem sóttu um hér fyrir neðan
- Björn Sigurðsson - dagskrár- og sölustjóri
- Davíð Örn Mogensen Pálsson - rekstrarstjóri
- Delaney Dammeyer - rannsóknamaður
- Eiríkur Bogi Guðnason - kassastarfsmaður og sjóðsstjóri
- Elín Sveinsdóttir - framleiðandi
- Eva Georgs Ásudóttir - fv. sjónvarpsstjóri
- Gísli Einarsson - ritstjóri
- Guðmundur Ingi Þorvaldsson - listamaður
- Helgi Jóhannesson - framleiðandi
- Henny Adolfsdóttir - ráðgjafi
- Ingimar Björn Eydal Davíðsson - framleiðslustjóri
- Kikka Sigurðardóttir - menningarstjórnandi
- Kristján Kristjánsson - markaðsstjóri
- Magdalena Lukasiak - kennari
- Magnús Ásgeirsson - rafvirki
- Magnús Sigurður Guðmundsson - lektor
- Margrét Jónasdóttir - settur dagskrárstjóri
- Marteinn Þórsson - kvikmyndagerðarmaður
- Ragna Árný Lárusdóttir - framleiðslustjóri
- Snærós Sindradóttir - fjölmiðlakona og listfræðingur
- Tómas Örn Tómasson - kvikmyndagerðarmaður
- Þorfinnur Ómarsson - samskiptastjóri
- Þórunn Ósk Rafnsdóttir - stuðningsfulltrúi
Komment