
Hún var á Torrevieja svæðinu á Spáni
Mynd: Shutterstock
Seinni partinn í gær sendi lögreglan á Vesturlandi frá sér tilkynningu þar sem lýst var eftir konu.
Í samtali við Mannlíf staðfesti lögreglan að konan væri ennþá ófundin en síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni 4. apríl síðastliðinn. Svava er 33 ára, mjög grönn, með svart sítt hár með ljósan topp.
Eru þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hennar eða dvalarstað eftir 4. apríl, beðnir að setja sig í samband við lögregluna á Vesturlandi í gegnum netfangið [email protected]
UPPFÆRT: Samkvæmt tilkynningu frá móður konunnar á Facebook er búið að finna hana.
Komment