
Hamingja Ísraela er Kristni Hrafnssyni hugleikin í nýrri Facebook-færslu.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann birtir graf sem sýnir hamingju Ísraela síðustu árin. Færslan er í kaldhæðnari kantinum en Kristinn er hissa á hamingju Ísraela, í ljósi þess að þeir kvarti stöðugt yfir tilvistarógn sinni.
„Ísraelar eru ákaflega hamingjusöm þjóð. Þeir hafa á umliðnum árum skipa sér í efstu sætin á heimslistanum og eru samkvæmt nýjustu mælingu í 8. sæti. Ísland er í 3. sæti. Þessi mikla hamingja Ísraela er nokkuð á skjön við það endalausa harmakvein sem stöðugt berst frá Gyðingaþjóðinni sem alltaf lætur sem tilvist sinni sé ógnað. Nema þá að því fylgi einhver undarleg tegund hamingju að vera undir tilvistarógn.“
Kristinn bendir því næst á að hamingja Ísraela hefði tekið mikinn kipp upp á við, árið sem Ísraelsher hóf þjóðarmorðið á Gaza.
„Þá vekur athygli að hamingja Ísraela tók mikinn kipp uppá við, sem skilaði þeim fjórða sæti heimslistans, árið 2023 en það ár byrjuðu þeir kerfisbundna slátrun á tugþúsundum almennra borgara - aðallega konum og börnum, á Gaza.
Að framkvæma þjóðarmorð virðist örugg leið til hamingju í þessu landi.“

Komment