
Kristján Markús Sívarsson hefur dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdómi Reykjavíkur og er þetta í áttunda skipti Kristján fær dóm fyrir ofbeldisbrot en Vísir greinir frá.
Kristján var sakaður um að hafa í nokkra daga í nóvember pyntað konu á heimili sínu og var hann ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann er sagður hafa meðal annars slegið konuna í líkama og höfuð með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá á hann einnig að hafa skorið fætur hennar með hníf og stungið hana með sprautunálum.
Kristján neitaði sök fyrir rétti og sagðist ekki bera ábyrgð á áverkum konunnar. Hann sagðist þó hafa þekkt konuna í nokkrar vikur og þau hafi verið svokallaðir neysluvinir.
Minna en hálft ár er síðan hann hlaut síðast dóm en þá var hann dæmdur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka.
Komment