
Maðurinn sem féll í Vestari Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag er látinn.
„Tilraunir á vettvangi til endurlífgunar báru ekki árangur og var viðkomandi úrskurðaður látinn. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra en málið er í rannsókn.
Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.
Samkvæmt lögreglu var um erlendan ferðamann að ræða.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment