
Söngkonan hefur slegið í gegn um allan heimGefur út plötu í ágúst.
Mynd: Skjáskot
Íslenska tónlistarkonan Laufey er gestur í þættinum Hot Ones Versus sem birtist á YouTube í gær en þátturinn er systurþáttur Hot Ones sem hefur notið mikilli vinsælda undanfarin ár.
Þar sem keppast gestir um að borða mat, yfirleitt kjúkling, sem er færður á disk með mjög sterkum sósum og spjalla um lífið og tilveruna. Með Laufeyju í þættinum er söngkonan Clairo en hún hefur verið mjög þekkt vestanhafs síðan hún sló í gegn með laginu Pretty Girl árið 2017.
Mikið er um að vera hjá Laufeyju á næstunni, eins og undanfarin ári, en þann 22. ágúst mun hún gefa út plötuna A Matter of Time en sú verður þriðja plata hennar en fyrsta platan kom út árið 2022.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment