
Það hefur stundum verið sagt að íslenskir fjölmiðlar beini athygli sinni ekki nógu mikið að landsbyggðinni og hugsi aðeins um Reykjavík. Það getur þó verið gagnlegt fyrir sveitarstjórnir og bæjarstjóra út á landi sem sleppa betur frá vandræðalegum málum en stjórnmálamenn borgarinnar gera.
Nýlega hefur verið mikið fjaðrafok í kringum laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, og hafa misvitrir spekingar keppst um að fordæma hversu há þau eru.
Vísir fór á stúfana og bjó til fallega skýringarmynd á launum bæjarstjóra í landinu og kemur þar í ljós að borgarstjórinn er ekki sá launahæsti á landinu heldur eru fjórir bæjarstjórar með hærri laun en hún. Þá má benda á þá staðreynd að íbúafjöldi allra þeirra sveitarfélaga sem eiga launahærri bæjarstjóra er samtals minni en í Reykjavík ...
Komment