
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint því að farþegi hafi sakað leigubílstjóra um líkamsárás en lögreglan var kölluð til af leigubílstjóranum vegna þess að farþeginn gat ekki greitt farið.
Lögregla var einnig kölluð til vegna ökumanns sem hafði verið að spóla í hringi á bifreiðastæði við verslun. Dekk bílsins hafði sagt hafa sprungið og bifreiðin endað á vegriði. Bifreiðin reyndist óökufær en ökumaður ekki slasaður eða aðrir vegfarendur. Ökumaðurinn var 17 ára og foreldrar því upplýstir um málsatvik.
Eftirlit var með hópamyndun ungmenna við verslunarkjarna. Eitt ungmenni hafði sig mest í frammi og gekk öskrandi að lögreglumanni en var ýtt frá. Ungmennið kýldi þá lögreglumanninn í síðuna og beit svo annan þegar verið var að yfirbuga og færa það í handjárn. Svo fundust fíkniefni á viðkomandi.
Komment