
Liam Neeson ætlar að fá fólk til að hlæjaSama hvað
Mynd: Skjáskot
Óskarsverðlaunaleikarinn Liam Neeson fer hreinlega á kostum í nýrri mynd sem nefnist The Naked Gun 4+1⁄4: Law of Toughness.
Myndin er framhaldsmynd The Naked Gun-myndanna en í þeim lék Leslie Nielsen lögreglumanninn Frank Drebin og mun Neeson fara með hlutverk Frank Drebin Jr. Þá hefur verið tilkynnt að Pamela Anderson leiki aðalkvenhlutverkið í myndinni.
Akiva Schaffer leikstýrir myndinni sem kemur út í sumar en hann er þekktastur fyrir að vera hluti af grínhópnum The Lonely Island og að leikstýra The Watch og Chip 'n Dale: Rescue Rangers.
Komment