
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri þar sem hann ók án skráningarmerkja. Þá var sá einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Þá var tilkynnt um umferðarslys og eru bílarnir talsvert skemmdir að sögn lögreglu en ekki er vitað um líðan þeirra sem lentu í slysinu.
Einn var stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Sá var einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var viðkomandi handtekinn. Þá var annar handtekinn án ökuréttinda og grunaður að vera fullur. Ökumaður var stöðvaður í akstri þar sem hann ók og var sviptur ökuréttindum.
Bílstjóri var stöðvaður fyrir að vera með of marga farþega.
Þrír gistu í fangageymslu og voru 52 mál bókuð.
Komment