
Gunnar Smári Egilsson veltir fyrir sér áhuga Bandaríkjaforseta á Kanada og Grænlandi og setur það í samhengi við sterka stöðu Rússlands á norðurslóðum.
Áhugi Donalds Trump á Kanada og Grænlandi hefur ekki farið framhjá neinum en
sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem veltir fyrir sér ástæðunni fyrir þessum áhuga Bandaríkjaforseta. Færslan byrjaði á eftirfarandi máta:
„Líklega er þetta ástæðan fyrir að ríkisstjórn Donald Trump, Pentagon og það lið allt vill eignast bæði Grænland og Kanada. Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Danmörku og Kanada ekki geta varið hagsmuni Bandaríkjanna gegn sterkri stöðu Rússlands á norðurslóðum. Ef þetta er hugsunin erum við svolítið utan sjónararsviðs að sinni, en eftir sem áður er staðreyndin sú að við erum að skilgreindu áhrifasvæði Bandaríkjanna og það heimsveldi mun hlutast til um málefni hér þegar því þykir henta.“
Með færslunni birti Gunnar Smári kort sem sýnir þau lönd sem eiga lögsögu að Norðurpólnum.

„Kortið sýnir lönd með lögsögu að Norðurpólnum. Rauð stjarna eru lönd sem eiga lögsögu eða lönd innan heimskautabaugsins, eru aðilar að Norðurskaustráðinu án þess að trufla mikið geð Trump.“
Komment