
Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir nýtur lífsins á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum Ragnari Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar Landsbankans og börnum þeirra.

Um þessar mundir keppast Íslendingar við að birta sólarlandamyndir af sér enda margir sem nota páskafríið í ferðalög á suðrænar slóðir til að bæta upp fyrir D-vítamín skortinn síðustu mánuði. Linda Ben og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson eru ein af þeim en þau hafa í gegnum tíðina verið ansi iðin við að sóla sig á erlendum baðströndum. Í janúar síðastliðnum fögnuðu þau til að mynda 15 ára sambandsafmæli sínu á Kanaríeyjum.

Parið fallega eru nú stödd á Corallejo á Kanaríeyjum ásamt börnum sínum tveimur. Eins og sjá má á ljósmyndum sem matarbloggarinn vinsæli birti á Facebook-síðu sinni, leikur veðrið og lífið við þeim.

Komment