
Gestir forsetans fyrrverandiÞátttakendur í heimsleikum Special Olympics heimsóttu þáverandi forseta Íslands.
Mynd: Aðsend
Special Olympics á Íslandi hefur nú hlotið styrk frá LCIF - Alþjóðahjálparsjóði Lions og AAOT, sem er hjálparsjóður sem Indverski Lionsfélaginn Aruna Abhey Oswald stofnaði.
Styrkurinn hljóðar upp á 10.000 dollara eða 1.1314.300 milljón krónur miðað við gengi dagsins í dag en honum verður úthlutað árlega frá 2025-2027 og mun nýtast íþróttaviðburðum sem tengjast Lions, eða þar sem Lionsfélagar taka þátt og leggja lið. Þá nýtist styrkurinn einnig sérverkefnum.
Fram kemur á hvatisport.is að Lionshreyfingin hafi verið einn sterkasti bakhjarl ÍF og Special Olympics á Íslandi í áratugi.
Komment