
Tilkynning barst í dag um ungmenni sem hafði framið rán og líkamsárás í miðborg Reykjavíkur en málið er í rannsókn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Annar aðili var handtekinn í miðborginni grunaður um húsbrot og líkamsárás. Verður hann vistaður í fangaklefa þar til hann verður í ástandi til samræða.
Víðsvegar um varðsvæði lögreglustöðvarinnar á Hlemmi bárust tilkynningar um óvelkomna aðila og annarlegt ástand. Má þar nefna á hóteli, félagslegu úrræði, á almannafæri og á víðavangi. Var þeim vísað á brott eftir atvikum.
Lögreglan sem annast verkefni í Kópavogi og í Breiðholti fjarlægði skráningarmerki af 12 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar innan settra tímamarka, sem og vegna þess að eigendur þeirra stóðu ekki skil á vátryggingagreiðslum.
Tveir voru handteknir í Kópavogi eftir slagsmál en annar þeirra var vistaður í fangaklefa.
Tveir handteknir eftir slagsmál í hverfi 200. Annar þeirra vistaður í fangaklefa.
Komment