
HafnarfjörðurLögreglan greindi ekki frá í hvað verslun deilurnar áttu sér stað
Mynd: Udm
Í dagbók lögreglu er greint frá því að lögreglan hafi þurft að skipta sér af deilum í verslun þar sem starfsmaður og viðskiptavinur rifust en þetta atvik átti sér stað í Hafnarfirði. Þá var tilkynnt um þjófnað úr búðum í Árbænum og Kópavogi en ekkert er greint meira frá því í dagbókinni.
Þá var brotist inn í geymslur í miðbænum og einnig fékk lögreglan það verkefni að vekja mann sem hafði verið að sofa í nýbyggingu í Hafnarfirði. Þeim einstaklingi var vísað út.
Þá er greint frá umferðaróhappi í Garðabæ en ekki urðu nein slys á fólki samkvæmt lögreglunni.
Komment