
Lögregluþjónar á ómerktum lögreglubíll stoppuðu fyrr í dag ungan Reykvíking þegar hann var að aka bíl sínum upp Hverfisgötu.
Ekki liggur fyrir af hverju lögreglan stöðvaði manninn en hann var beðinn um að setjast aftur í ómerkta lögreglubílinn. Gerði ungi maðurinn það án mótþróa að sögn vitna. Athygli vakti að lögreglukona sem sinnti málinu bað nærstadda að taka ekki myndir og myndbönd af aðgerðum lögreglu.
Atvikið truflaði strætósamgöngur tímabundið en bílunum tveimur var lagt við strætóstöð á Hverfisgötunni og áttu strætisvagnar erfitt með að komast að til að sækja farþega.
Í öðrum lögreglufréttum í dag þá voru tveir aðilar handteknir í Garðabæ fyrir ýmis brot, meðal annars vörslu fíkniefna, ólöglega meðferð vopna og akstur undir áhrifum fíkniefna. Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í fyrirtæki í Kópavogi og er gerandi ókunnur að sögn lögreglu.
Þá gistu fjórir einstaklingar fangageymslu lögreglu í dag.
Komment