
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í ýmsu að snúast í dag. Lögreglan segir „nokkuð hafa verið um heimilisofbeldismál“ og svo ökumenn akandi undir áhrifum.
Einn ökumaður, sem grunaður var um að vera „vímaður“, reyndist vera eftirlýstur, að sögn lögreglu, þar sem það átti eftir að birta honum ákvörðun um brottvísun. Honum var sleppt eftir að hafa verið birt ákvörðun um brottvísun og eftir blóðsýnatöku.
Annar ökumaður var sektaður fyrir að þenja bílvélina og láta pústið hans „springa“ með látum fyrir framan lögreglu.
Þá var par staðið að þjófnaði í íþróttaverslun. Framburður þeirra var tekinn á vettvangi.
Tilkynnt var um hund í úthverfi sem hafði bitið manneskju. Sá reyndist vera með opið og djúpt sár á kinninni þar sem húðin var búin að flagna af. Aðilinn fékk aðhlynningu á slysadeild Landspítalans.
Komment