1
Heimur

Níu ára stúlka lést eftir svæfingu á tannlæknastofu

2
Innlent

Veitingastöðum Mandi tímabundið lokað - Söluferli í gangi

3
Fólk

Ásdís Rán ljómaði í leðri um helgina

4
Menning

Dánarfregnir í Vestur-Húnavatnssýslu

5
Heimur

Smábarn fannst ráfandi um fjölfarna götu

6
Heimur

Trump: „Sársaukinn er að koma“

7
Heimur

Skoðaði fanga með margmilljóna Rolex

8
Landið

Sérsveitin send til Grindavíkur vegna byssumanns

9
Innlent

Aprílgöbb dagsins: Tréfættur kettlingur, hjónavígslur í Hagkaup og bugaður Teslu-eigandi

10
Innlent

Samlegðaráhrif af sjónmengun þriggja vindmyllugarða við höfuðborgina

Til baka

Maður ákærður fyrir að setja ofurlím í drykk samstarfskonu sinnar

Konan nappaði manninn með leyniupptöku

Gerandinn
Joseph R. RossRoss gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm og sekt.
Mynd: Milwaukee County Jail

Kona setti upp falda myndavél við skrifborð sitt eftir að hún grunaði að drykkir hennar hefðu verið „mengaðir með efnasambandi.“ Myndefnið sýnir að sögn samstarfsmann hennar setja dropa af ofurlími í gosið hennar.

Karlmaður í Wisconsin hefur verið ákærður fyrir að spilla drykk samstarfskonu sinnar, eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur á myndbandi sem hún tók upp í laumi.

Samkvæmt dómsskjölum í Milwaukee-sýslu hefur Joseph R. Ross, 34 ára, verið ákærður eftir að hann setti ofurlím (e. super glue) í gosdrykk samstarfskonu sinnar á Wisconsin State Fair-svæðinu.

Í skjölum um líklega sakargift, sem Law&Crime og WITI (staðbundin Fox-stöð) hafa undir höndum, kemur fram að fimmtudaginn 20. mars hafi lögreglumenn á Wisconsin State Fair Park-svæðinu verið stöðvaðir af konu, sem í skýrslunni er nefnd „JH“, á eftirlitsgöngu sinni. Hún bað þá um að ræða við sig í trúnaði.

„Í samtalinu sagði JH lögreglumönnunum að fyrir um það bil tveimur til þremur vikum hafi hún grunað að drykkir hennar á skrifborðinu hefðu verið mengaðir með efni,“ sagði í skýrslunni. „Hún varð vör við þetta vegna sterkrar efna-lyktar og -bragðs. JH sagðist hafa veikst eftir að hafa drukkið drykkina. Auk þess hafi hún ekki veitt neinum leyfi til að setja neitt í drykk sinn.“

JH grunaði að drykkir hennar væru mengaðir og setti því upp falda myndavél sama morgun til að reyna að komast að sannleikanum, og það tókst.

„Um klukkan 09:52 náði myndavél JH myndum af samstarfsmanni hennar, sem hún deilir skrifstofu með, Joseph R. Ross, þar sem hann setti efni í gosdrykk hennar,“ sagði í skýrslunni. „JH deildi myndefninu með lögreglumönnum.“

Samkvæmt WITI sýndi myndbandið Ross með lítið flösku- eða túbuformað ílát með hvítum stút, sem virtist vera brún-appelsínugult að lit. Ross sást svo að sögn „kreista og handfjatla litla ílátið með vinstri þumli og vísifingri á meðan hann hélt því stöðugt yfir gosdósinni.“

Í yfirheyrslu viðurkenndi Ross að hann hefði „sett fæðubótarefni“ í drykk JH. Við rannsókn fundu yfirvöld par af latexhönskum sem höfðu verið krumpaðir saman í kúlu.

„Annar hanskinn innihélt blátt plastlok. Hinn hanskinn innihélt ílát af ofurlími,“ sagði í skýrslunni. Um var að ræða „Gorilla Brand Super Glue.“

Ross var handtekinn og mætti fyrir dómara á miðvikudag. Hann er nú í varðhaldi í Milwaukee-sýslu með tryggingarfé upp á 10.000 dali eða ríflega 1,3 milljóna króna. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjú og hálft ár í fangelsi og 10.000 dala sekt. Hann á að mæta fyrir dóm þann 3. apríl fyrir frumskýrslutöku.

Eftir handtöku Ross sendi Wisconsin State Park frá sér yfirlýsingu til WITI:

„Þeir tveir einstaklingar sem komu við sögu störfuðu hjá birgja en ekki sem starfsmenn Wisconsin State Fair Park. Því getum við ekki tjáð okkur um stöðu þeirra í starfi. Þar sem atvikið átti sér stað á svæðinu, brást lögreglan okkar við, framkvæmdi ítarlega rannsókn og sendi skýrslu til héraðssaksóknara.“

„Þrátt fyrir að atvikið hafi hvorki átt sér stað á milli starfsmanna okkar né haft áhrif á gesti viljum við ítreka að öryggi er í forgangi í State Fair Park, og við lítum þessi mál alvarlegum augum,“ sagði í yfirlýsingunni að lokum.


Komment


Reykjanesskagi skjálftar
Innlent

Stórir skjálftar og kvikugangur á hreyfingu

AFP__20250221__36YC6PQ__v1__HighRes__UsCrimeInsuranceHealthcareCourtMagione
Heimur

Dómsmálaráðherra krefst dauðarefsingar yfir Luigi Mangione

Löggan
Innlent

Þrír slasaðir eftir rútuárekstur í miðborginni

Emmerson Mnangagwa forseti
Heimur

Tugir handteknir í Simbabve fyrir mótmæli

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður Morgunblaðsins
Innlent

Blaðamenn Morgunblaðsins tókust á um Sjálfstæðisflokkinn

IMG_0478
Innlent

Félagið Ísland-Palestína fundaði með Þorgerði Katrínu

gabb
Innlent

Aprílgöbb dagsins: Tréfættur kettlingur, hjónavígslur í Hagkaup og bugaður Teslu-eigandi

Gos grindavík
Innlent

Kvikugangurinn aldrei verið lengri