
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um skólausan mann í miðbænum en sá var á ferðinni með ísexi. Maðurinn var mjög ölvaður en var þó mjög rólegur og var ekki að ógna neinum með exinni. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna.
Tilkynnt var um mann að selja fíkniefni í hverfinu. Þegar lögregla kom á vettvang þóttist maðurinn vera sofandi í bíl. Maðurinn var ósáttur við að lögregla væri að gramsa í hans einkamálum en var handtekinn og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Einn aðili var handtekinn sem hafði slegið annan mann í höfuðið með glerflösku á skemmtistað.
Nokkrir voru aðilar handteknir í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru ofurölvi og til ama. Sumir gátu valdið sér og fengu að fara frá lögreglustöð en aðrir áttu erfitt með að miðla sínum málum og voru því vistaðir vegna ástands.
Lögregla sinnti hávaðakvörtun í heimahúsi. Eftir viðræður fengu þeir sem voru að halda samkvæmið að vera um sinn að djamma fram á nótt. Þeir ætluðu þó að hafa lægra
Lögregla var kölluð til vegna hóps ungmenna sem var að safnast saman á bílastæði.. Ungmennin voru ölvuð og var eitt þeirra með hafnaboltakylfu meðferðis. Þá var tilkynnt um eignaspjöll á leikskóla í hverfinu en þar voru tveir einstaklingar uppi á þaki leikskólans að kasta steinum í rúður.
Komment