
„Við erum að berjast fyrir betri heimi,“ segir söngkonan og aðgerðarsinninn Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er kölluð, í glænýju myndskeiði sem Félagið Ísland - Palestína birti um klukkan hálf sjö í kvöld. Magga Stína er nú laus úr prísund Ísraelsmanna en hún var handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotaskipsins Consience á dögunum en skiptið var á leið til Gaza með hjálpargögn.
Magga Stína heldur áfram: „Maður finnur það alltaf svo glöggt, betur og betur, að það að vera með fólki, umgangast fólk, sem vill vera gott við hvort annað og vill vinna að betri heimi, er stórkostlegt. Það er stórkostlegt. Það er engu líkt.“
Félagið Ísland-Palestína segir í texta við myndskeiðið að Magga Stína sé komin í faðm fjölskyldu sinnar og vilji þakka fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið síðustu daga.
„Magga Stína er komin heilu og höldnu til fjölskyldu sinnar! Hún vill þakka fyrir allan stuðninginn síðustu daga, höldum öll áfram að berjast fyrir betri heimi, frjálsri Palestínu - saman! Þetta hafði Magga Stína að segja um samstöðuna í Frelsisflotanum.“
Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið.
Komment