
Mál Davíðs Goða Þorvarðssonar og Fjólu Sigurðardóttur gegn Eddu Falak er komið aftur á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Þau unnu saman að hlaðvarpsþættinum Eigin Konur sem naut vinsælda fyrir nokkrum árum. Davíð Goði og Fjóla segja Eddu hafa svikið sig, meðal annars um tekjur af þættinum, og hafa þau gefið í skyn að Edda hafi beitt þau andlegu ofbeldi.
Upphaflega stóð til að fyrirtaka í málinu yrði í janúar en henni var frestað til að reyna leita sátta í málinu og staðfesti Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Davíðs og Fjólu, það í samtali við Mannlíf í febrúar.
Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu Falak, lét hafa eftir sér við Vísi í janúar að Davíð og Fjóla færu fram á 30 milljónir króna frá Eddu. Að sögn Sigrúnar hafa samningstilboð Eddu aðeins mætt þögn og auknum kröfum Davíðs og Fjólu.
Fyrirtaka í málinu verður, ef ekkert breytist, 23. apríl næstkomandi.
Komment