
Fiski í sjóMyndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: iStock/MariusLtu
Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækis á Austfjörðum en MAST greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Þar vísar MAST í lög nr. 55/2013 um velferð dýra.
Meint brot varða útsetningu seiða í of kaldan sjó með þeim afleiðingum að þau drápust í stórum stíl að sögn Mast
„Matvælastofnun telur meint brot varða við ákveðin ákvæði dýravelferðarlaga. Stofnunin metur brotin alvarleg og hefur þar af leiðandi óskað eftir lögreglurannsókn.
Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar og veitir Matvælastofnun ekki frekari upplýsingar um málið að sinni.“
Komment